en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6064

Title: 
 • Title is in Icelandic Kynbundinn munur á tungutaki íslenskra stjórnenda í blaðaviðtölum
Submitted: 
 • June 2010
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Stjórnendur og hegðun þeirra hefur verið rannsóknarefni fræðimanna í mörg ár, og tekið breytingum í takt við breytingar í samfélaginu. Fræðimenn hafa fyrir allmörgum árum sýnt fram á að munur á kynjunum sem stjórnendur er illgreinanlegur, þess vegna hafa menn greint karllæg og kvenlæg gildi sem greinir á milli stjórnenda. Góður stjórnandi er sá sem hefur til að bera karllæg gildi, og á það við um bæði karla og konur.
  Málnotkun stjórnenda er ekki mikið rannsakað efni, en málnotkun kynjanna er aftur á móti mikið rannsakað. Hér verður því reynt að yfirfæra rannsóknir á málnotkun kynjanna almennt yfir á karlkyns og kvenkyns stjórnendur á Íslandi.
  Helsta viðfangsefni þessarar rannsóknar er því að kanna hvort munur er á málnotkun íslenskra stjórnenda eftir kyni þeirra. Markmið hennar er að kanna hvort hægt er að greina mun á kynjum sem stjórnendur út frá málnotkun þeirra.
  Rannsóknin byggir á greiningu blaðaviðtala við íslenska stjórnendur sem eru borin saman við hugmyndir Catrin Norrby um samtalshegðun kvenna og karla sem hún hefur sett fram í töflunni; kynbundin hegðun í samtölum. Úrtakið er viðtöl við 15 karlstjórnendur og 15 kvenstjórnendur.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að málnotkun íslenskra stjórnenda er mismunandi eftir kynin þeirra, karlkynsstjórnendur nota breiðara svið tungumálsins en kvenkynsstjórnendur gera. Kvenstjórnendur í úrtakinu samræmast hugmyndum Norrby um kynbundna hegðun í samtölum en karlstjórnendur í úrtakinu samræmast aftur á móti ekki hugmyndum Norrby.

Accepted: 
 • Aug 26, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6064


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ingibjörg Guðmundsdóttir_2011685549 (3).pdf784.47 kBOpenHeildartextiPDFView/Open