is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6065

Titill: 
  • Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn 2010 : á réttri leið?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ábyrgð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Asíukreppunni var mikil. Hagstjórn í formi strangs aðhalds ríkisfjármála og notkun harðrar peningamálastefnu þótti misráðin tímalega séð.
    Gagnrýnendur bentu á það að háir vextir höfðu varað of lengi. Hagvöxtur dróst þar óþarflega mikið saman. Margir virtir hagræðingar hafa gagnrýnt notkun skilyrða lánveitinga sjóðsins
    sem snéru að grundvallarkerfisbreytingum í hagkerfum. Aðrir benda á nauðsyn þeirra vegna hagrænna sjónarmiða. Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir ríki Asíu sýna að aðferðafræði
    þeirra hafi sýnt árangur. Í kjölfarið styrktu ríkin innviði sína heilmikið og þá ekki síst fjármálakerfið. Það hjálpaði til við að koma í veg fyrir alvarlega kreppu árið 2008. Það er gott
    veganesti fyrir áframhaldandi endurreisn á Íslandi.
    Ásýnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur mýkst. Skilyrðin hafa verið endurskilgreind og ríkari áhersla lögð á stjórnvöld beri sjálf ábyrgð á efnahagsáætlunum sínum. Einnig hefur forvarnarstarf sjóðsins stóraukist. Þannig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reynt að læra af mistökum fortíðarinnar. Íslensk stjórnvöld fengu að njóta alls þessa. Í fræðilegu samhengi hefði vel verið hægt að dempa áhrif kreppunnar sem skall á Íslandi árið 2008 eða jafnvel að koma í veg fyrir hana.
    Efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er til marks um nýja tíma hjá sjóðnum.
    Skilyrðum tilhanda lánveitingum til Íslands teljast bæði hagræn og sanngjörn. Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur að flestu leyti gengið vel. Flest veigameiri rök hníga að því að samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafi verið farsælt framfaraskref fyrir Ísland. Endurreisn íslensks efnahagslífs byggir á því trausti sem nú hefur verið komið á í samstarfi við sjóðinn. Framtíðin er því bjartari þótt Ísland stígi ölduna enn.

Samþykkt: 
  • 26.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2010 MS ritgerð Indriði Freyr AGSogÍsland.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna