is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6067

Titill: 
 • Forysta í nýjum heimi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Óstöðugleiki og breytingar einkenna okkar tíma en slíkt ástand kallar á nýjar hugmyndir um forystu og leiðtoga. Á okkar dögum þarf leiðtoginn að einbeita sér að möguleikum framtíðarinnar og hjálpa fólki að sjá heiminn í nýju ljósi. Hlutverk leiðtoga er að leiða fólk til þátttöku í verkefnum og kenna því að vinna með nýjum aðferðum. Leiðtogi framtíðarinnar þarf að leiða saman fólk og ólík sjónarmið, hafa styrk til að skapa samkomulag í samfélaginu og byggja brýr á milli ólíkra hópa. Það er þessi eiginleiki sem helst mun greina leiðtoga framtíðarinar frá leiðtogum fortíðarinnar Leiðtogar skapa nýja framtíðarsýn með því að breyta sjónarhorni sínu og átta sig á því hvað þeir sjá og hvernig þeir sjá. Leiðtogar verða að þjálfa færni sína í að greina aðstæður í samtímanum til að geta séð fyrir ný tækifæri og nýjan tilgang í framtíðinni. Á tímum alþjóðavæðingar er nauðsynlegt að hafa góða yfirsýn og skoða á málin út frá
  heildarsamhenginu. Eitt mikilvægasta verkefni skipulagsheilda á umbreytingatímum er að endurnýja sig. Á umbrotatímum leita á huga fólks spurningar eins og; hver er ég og hvert er hlutverk mitt? Svarið veltur á því hvaðan það kemur, hvort það kemur frá uppsprettu sérhagsmuna eða frá uppsprettu heildarhagsmuna sem bendir til dýpri skilnings á veruleikanum eins og hann er.
  Kenning U í leiðtogafræðum (e. Theory U) getur upplýst leiðtogann um hvernig hann á að þjálfa forystuhæfileika sína og hvernig kenninguna má nota við raunhæfar aðstæður. U-ferlið
  er eins konar leiðarakort til að auðvelda einstaklingum að stíga inn í mikilsverðar breytingar og sjálfsskoðun. Þegar leiðtoginn þróar forystuhæfileika sína er hann jafnframt að styrkja sjálfsmynd sína og andlega færni en nýar hugsjónir forystu byggjast nú fremur á því hver leiðtoginn er en hvað hann gerir. Nýjar aðferðir í leiðtogafræðunum eru aðeins ein birtingarmynd þeirra breytinga sem eru að verða á flestum sviðum vísinda og hugmyndir um hlutverk leiðtogans í framtíðinni gera ráð fyrir því að vísindamenn úr ólíkum greinum samhæfi krafta sína og bregðist við verkefnum með öðrum hætti en áður. Sumir fræðimenn telja að helstu orsakir erfiðleika í heilbrigðisþjónustu í dag sé of mikil
  áhersla á sérhæfingu. Heilbrigðiskerfi þurfa almennt ekki sérfræðinga á einu sviði til að stjórna og skipuleggja, heldur einstaklinga eða leiðtoga sem geta tekist á við ágreining innan
  kerfisins, leitt fólk til samstarfs og gert nýja sýn í heilbrigðisþjónustu að veruleika.

Samþykkt: 
 • 26.8.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnheiður.pdf81.77 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
ARNHEIDUR 19 04 10.pdf466.84 kBLokaðurMeginmálPDF