is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/607

Titill: 
 • Foreldrasamstarf : til mikils að vinna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi foreldrasamstarfs og þær
  leiðir sem hægt er að fara til þess að bæta samstarfið. Tilgangurinn með
  viðfangsefninu er að fá bæði foreldra og kennara til þess að gera sér grein fyrir
  mikilvægi góðrar samvinnu, því hún er lykillinn að farsælli skólagöngu barnanna.
  Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um skólahald eins og það var hér á landi á 19.
  öld og rekjum við þróun þess til dagsins í dag. Miklar breytingar hafa orðið á
  skólastarfinu og ekki síst á samstarfi milli heimila og skóla. Einnig er fjallað um það
  sem talið er í Aðalnámskrá grunnskóla, vera hlutverk kennara og foreldra í því að búa
  nemendur undir líf og starf í okkar lýðræðislega þjóðfélagi.
  Því næst kemur kafli sem fjallar um foreldrasamstarf frá ýmsum sjónarhornum, til
  þess að opna augu foreldra og kennara fyrir ávinningnum af slíku starfi. En til þess að
  ávinningurinn verði sem mestur, verður að ríkja gagnkvæmt traust, virðing og
  trúnaður á milli heimila og skóla. En hafa skal hugfast að ýmsar hindranir geta komið
  upp í samstarfinu og því er mikilvægt að skólar séu með góð úrræði fyrir foreldra og
  kennara. Einnig er komið inn á þann þátt sem talinn er vega hvað þyngst í samstarfinu
  en það er heimanám nemenda. Í lok kaflans er foreldrasamstarfið skoðað út frá
  kenningum Joyce Epstein, en hún telur að jafn mikilvægt sé fyrir skólasamfélagið að
  vera í nánu sambandi við foreldra og nemendur. Þá lætur árangur samstarfsins
  venjulega ekki á sér standa.
  Að lokum er komið inn á leiðir til þess að auka samskipti heimila og skóla, þær
  leiðir sem við gerum skil eru foreldrasamningur, Mentor og PMT-foreldrafærni.
  Það er okkar álit, að með góðu og virku foreldrasamstarfi verði skólastarfið
  árangursríkara og auðveldara verði að komast hjá ýmsum vandamálum sem upp
  kunna að koma í skólasamfélaginu. En mikilvægt er að gagnkvæm virðing, traust og
  trúnaður ríki milli heimila og skóla því það er undirstaðan að góðri samvinnu.
  Ávinningurinn af slíku starfi er aukinn námsárangur og betri líðan nemenda.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda - Magna.pdf377.66 kBTakmarkaðurForeldrasamstarf : til mikils að vinna - heildPDF