Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/608
Lokaritgerð þessi er hluti B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri, vorið 2007. Fjallar hún
um gildi þess að lesa fyrir börn og hvernig lestur getur haft áhrif á ýmsa þætti í þroskaferli
barna. Til að geta gert grein fyrir þessu er sagt frá kenningum fræðimannanna Piaget,
Dewey, Skinner, Chomsky og Vygotsky, sem allir hafa sett fram mismunandi kenningar
um þroska, nám og máltöku barna. Segja má að kenningar þeirra styðji mikilvægi þess að
lesa fyrir börn þar sem það hefur mikil áhrif á þroskaferli barna.
Til að skilja nánar áhrif lesturs bóka fyrir börn er mikilvægt að þekkja máltökuferli
barna, þróun málþroskans og málnotkun þeirra. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir því
mikilvæga hlutverki að lesa fyrir börn allt frá fyrstu tíð. Lestur eflir máltöku, bætir
málskilning, virkir ímyndunaraflið jafnframt því sem hann eykur orðaforða og sjálfstæða
hugsun og undirbýr þannig börn fyrir frekara nám í framtíðinni. Uppbygging barnabóka er
atriði sem foreldrar þurfa að hafa í huga þegar velja á bækur til að lesa. Innihald bókanna
þarf að höfða til þeirra barna sem lesa á fyrir og þarf að taka mið af þroska þeirra.
Í verkefninu er sagt er frá helstu gerðum barnabóka og hvað þær hafa fram að færa.
Til dæmis hvernig góð tengsl geta skapast á milli barna og lesanda og hvernig börn geta
öðlast aukið öryggi og sett sig betur í spor annarra. Einnig er bent á að eftir lestur er hægt
að hvetja börn til samræðna og efla þau þannig í að tjá sig og segja sínar eigin skoðanir á
efni bókarinnar sem lesin var. Þar getur verið um að ræða ýmis samfélags- og
menningarleg atriði sem nauðsynlegt er að börn þekki til að geta lifað og þroskast í því
samfélagi sem þau alast upp í.
Gerð var athugun á aðgengi barna að bókum í nokkrum verslunum, bókabúðum og
almenningsbókasöfnum á Akureyri og nágrannabyggðum. Niðurstaða athugunarinnar er,
að bæta má töluvert aðgengi barna að bókum í verslunum og ekki síður í bókabúðum.
Bókasöfnin sem skoðuð voru komu nokkuð vel út og aðgengi barna þar nokkuð gott.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lesum fyrir börn.pdf | 371.45 kB | Opinn | Lesum fyrir börn - heild | Skoða/Opna |