is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6080

Titill: 
 • Skattlagning afleiðusamninga : samanburður á íslenskri og danskri löggjöf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skattlagning afleiðusamninga er flókin og hafa gildandi tekjuskattslög, nr. 90/2003, ekki að geyma ákvæði sem sérstaklega fjalla um skattlagningu þeirra, önnur en þau er varða samninga sem veittir eru starfsmönnum á grundvelli starfssambands. Ritgerð
  þessi fjallar um meðferð hagnaðar og taps af afleiðusamningum í íslenskum skattarétti samanborið við danskan skattarétt auk þess sem litið er til þess hvort og þá hvernig megi bæta íslenska skattalöggjöf með tilliti til skattlagningar afleiðusamninga.
  Hagnaður af afleiðusamningum telst til skattskyldra tekna í íslenskum rétti en við mat á því hvort tap sé frádráttarbært þarf að skoða með hvaða hætti samningurinn er gerður upp og í hvaða tilgangi hann var gerður. Í dönskum rétti er að finna sérstök
  ákvæði í lögum er varða skattlagningu afleiðusamninga og er töluverður munur á skattlagningu afleiðusamninga, sem ekki eru veittir á grundvelli starfsambands,hérlendis og í Danmörku. Rétt er að setja skýr ákvæði í tekjuskattslög um skattlagningu afleiðusamninga, annarra en þeirra sem veittir hafa verið á grundvelli starfsambands. Reglur tekjuskattslaga um skattlagningu afleiðusamninga sem veittir eru starfsmönnum sem hlunnindi eru aftur á móti skýrar.

Samþykkt: 
 • 27.8.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skattlagning afleidusamninga - opinn 1.pdf20.44 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Skattlagning afleidusamninga - efnisyfirlit opinn hluti 2.pdf20.62 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Skattlagning afleidusamninga - heimildaskra opinn hluti 3.pdf27.71 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Skattlagning afleidusamninga - lokadur hluti.pdf478.02 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna