en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6083

Title: 
 • Title is in Icelandic Fjármálaeftirlit á Íslandi : á að sameina Fjármálaeftirlitið við Seðlabanka Íslands?
Submitted: 
 • June 2010
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Undirrituð hefur verið nemandi í viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst frá hausti 2006 til og með vorsins 2010. Eftirfarandi útskriftarritgerð er unnin á vormisseri 2010 til B.Sc. prófs. Markmiðið með ritgerðinni var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu:
  Á að sameina Fjármálaeftirlitið við Seðlabanka Íslands?
  Ritgerðarhöfundur er starfsmaður Fjármálaeftirlitins og hafði nýhafið störf þar haustið 2008 þegar bankarnir hrundu, því vaknaði áhugi undirritaðrar á því hvort fyrirkomulag Fjármálaeftirlitsins í dag sé eins og best verður á kosið eða hvort beri að horfa til baka til þess tíma þegar fjármálaeftirlit var hluti af verkefnum Seðlabanka Íslands en þá var starfrækt bankaeftirlit og vátryggingaeftirlit innan Seðlabankans. Ritgerðin er skrifuð út frá sjónarhóli starfsmanns Fjármálaeftirlitsins og leitast við að svara rannsóknarspurningunni frá sjónarhóli Fjármálaeftirlitsins.
  Þrjú mismunandi líkön af skipulagi fjármálaeftirlits í Evrópu voru skoðuð og einnig var skoðað hvernig fyrirkomulag á fjármálaeftirliti er í öðrum löndum og þá aðallega í Evrópu.

Accepted: 
 • Aug 27, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6083


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_ritgerd_vor_2010_HalldoraJohannsdottir.pdf1.23 MBOpenHeildartextiPDFView/Open