is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6089

Titill: 
  • Áhrif afkomutilkynninga á hlutabréfaverð frá árinu 2003 til ársins 2007
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðalmarkmið ritgerðarinnar er að kanna hvort það sé eftir-hagnaðar-tilkynninga reki á íslenskum hlutabréfamarkaði frá árinu 2003 til ársins 2007. Það er, athugað verður hvort áhrif afkomutilkynningar hefur áhrif á hlutabréfaverð til lengri tíma litið. Auk þess verður kannað hvort óvænt afkoma hafi áhrif á hlutabréfaverð nokkrum dögum fyrir tilkynningadag, á tilkynningadegi og nokkrum dögum eftir tilkynningadag. Fyrrgreind atriði verða einnig könnuð fyrir einstök fyrirtæki. Sú aðferð sem notuð er kallast atburðarannsókn og hefur hún verið notuð þegar verið er að kanna áhrif tiltekins atburðar á hlutabréfaverð. Í þessu tilfelli er atburður afkomutilkynning. Afkomtilkynningar hafa áhrif á hlutabréfaverð á íslenskum hlutabréfamarkaði, en þó greinist það hjá fáum einstökum fyrirtækjum. Fyrir-hagnaðar-tilkynninga reki virðist greinast á íslenskum hlutabréfamarkaði bæði fyrir jákvæða og neikvæða óvænta afkomu. Eftir-hagnaðar-tilkynninga reki greinist aðeins fyrir neikvæða óvænta afkomu á hlutabréfamarkaði. Fá fyrirtæki á markaði hafa fyrir-hagnaðar-tilkynninga reka og eftir-hagnaðar-tilkynninga reka, sem getur haft áhrif á heildarniðurstöðuna. Því ber að taka áhrifum afkomutilkynninga á hlutabréfamarkaðinn með varúð.

Samþykkt: 
  • 30.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kgloka.pdf1.21 MBLokaðurHeildartextiPDF