Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6091
Velgengni almannatengsla í stöðugt vaxandi samkeppnisumhverfi snýst fyrst og fremst um að fyrirtæki skilji mikilvægi ímyndar og átti sig á viðhorfi almennings til fyrirtækisins. Við gerð þessara skýrslu var framkvæmd rannsókn þar sem reynsla
þjónustufyrirtækja af almannatengslum var skoðuð með tilliti til mikilvægi þeirra í markaðssamskiptum. Skýrsluhöfundur skilgreinir og fjallar um hugtakið almannatengsl og útskýrir ítarlega ferli almannatengsla. Ennfremur verður rætt um mögulegan ávinning
af notkun almannatengsla og í lokin verða teknar saman helstu ástæður þess að fyrirtæki ættu að tileinka sér notkun almannatengsla.
Notkun almannatengsla hefur vaxið gríðarlega hratt hér á landi og í dag má segja að rúmlega 40% þjónustufyrirtækja sjái hag sinn í nýta sér þær aðferðir sem í boði eru til að ná til almennings. Langtíma markmið almannatengsla er að bæta hag fyrirtækja en þar
sem fyrirtæki hafa nýlega innleitt þessa kynningarleið í starfsemi sína eru mörg þeirra ekki farin að sjá með beinum hætti þau jákvæðu áhrif sem almannatengslum er ætlað að hafa á afkomu fyrirtækja og skipulagsheilda. Mikilvægt er þó fyrir fyrirtæki að mæla árangur af starfi almannatengsla, líkt og öðru markaðsstarfi, því annars getur verið erfitt að leggja mat á skilvirkni almannatengsla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_Katrín_Ósk_Óskarsdóttir.pdf | 1.39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |