is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6094

Titill: 
  • Samanburður á breytingum á viðskiptaumhverfi Íslands og Japan í kjölfar innherjasvika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innherjaviðskipti eru stunduð um allan heim. Í sumum tilvika leiðast þeir sem stunda lögleg innherjaviðskipti út í að stunda ólögleg svo nefnd innherjasvik. Lög flestra landa kveða skírt á um að slíkt athæfi sé ólöglegt og samkvæmt þeim lögum verði menn uppvísir að slíkum brotum eiga þeir á hættu að vera dæmdir til fangelsisvistunar og/eða sektar. Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman hvers konar áhrif innherjasvik hafa haft á viðskiptaumhverfið í Japan og á Íslandi. Skoðuð voru dæmi um meint innherjasvik í báðum löndunum sem og lagakerfi og reglugerðir beggja landanna.
    Samanburður á Japan og Íslandi leyddi í ljós að löndin eiga fleira sameiginlegt en einungis þær staðreyndir að bæði löndin eru eyríki sem stunda sjávarútveg. Löndin hafa bæði tekið upp þau lög sem varða innherjasvik vegna utanaðkomandi afla. Og bæði eru þessi lög byggð á erlendum fyrirmyndum og eru sett á svipuðum tíma. Einnig hefur lítið sem ekkert verið dæmt í málum sem heyra undir innherjasvik í báðum löndunum. En eins og gefur að skilja er einnig margt sem skilur löndin að. Viðskiptaumhverfi þeirra eru mjög ólík og hefur þróun þeirra verið mismunandi ef lagaramminn er undanskilinn. Japanskt viðskiptaumhverfi er byggt á hefðum og gamalli sögu á meðan íslenskt viðskiptaumhverfi einkennist af nýungagirni og þeirri staðreynd að það er mjög ungt. Samanburðurinn leyddi í ljós að löndin geta lært ýmislegt hvort af öðru.

Samþykkt: 
  • 30.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B Sc ritgerð vorönn 2010 Inga Þóra Jónsdóttir.pdf945.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna