Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6095
Umræðan í fjölmiðlum landsins að undanförnu, hvort forsendur lánasamninga sem gerðir voru fyrir bankahrun séu hugsanlega brostnir var kveikjan að viðfangsefni þessarar ritgerðar. Réttarágreiningur hefur myndast í tengslum við gengistryggð og vísitölutengd lán. Þetta miðast af því að á sínum tíma tók fólk lán á ákveðnum forsendum sem í dag, eftir bankahrunið, gætu hugsanlega talist brostnar. Verður því fjallað um meginregluna
brostnar forsendur en einnig ógildingarreglu 36. gr. samningalaganna Hafa ber í huga að munur er á reglunni um brostnar forsendur og ákvæði 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 og
verður gert grein fyrir því í ritgerðinni. Verður einnig varpað ljósi á réttarstöðu fólks í tengslum við viðfangsefnið. Niðurstaðan er svo fengin með beitingu þeirra réttarheimilda
sem eru til um viðfangsefnið en einnig verða skoðuð dómafordæmi og álit sérfræðinga.
Til að svara rannsóknarspurningunni sem lagt var upp með í þessari ritgerð var leitast við að skoða málið frá öllum sjónarhornum. Eftir þessa umfjöllun er niðurstaðan sú að ef
neytendur færu með sín mál fyrir dómstóla yrði fallist á að víkja til hliðar verðtryggðum og gengistryggðum samningum við neytendur um fasteignarveðlán.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_final_pdf.pdf | 231,86 kB | Lokaður | Heildartexti |