is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6097

Titill: 
  • Áhrif inngöngu Svíþjóðar í Evrópusambandið á landbúnaðinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hvaða áhrif innganga Svíþjóðar í Evrópusambandið hefur haft á landbúnaðinn þar í landi. Farið verður yfir kenningar sem lýsa Evrópusamrunanum. Annars vegar út frá milliríkjahyggju þar sem samruninn á að fela í sér milliríkjasamtarf þar sem aðildarríkin hafi mikla stjórn yfir einstaka málflokkum og hins vegar ný-virknihyggju sem felur í sér að vald aðildarríkjanna færist yfir til yfirþjóðlegra stofnanna Evrópusambandsins. Einnig verður farið yfir frjálslynda milliríkjahyggju sem tvinnar fyrrnefndar kenningar saman. Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins má að miklu leyti setja í flokk með Nývirknihyggju þar sem aðildarríkin hafa ekki mikla stjórn ein og sér um hvernig stefnan er uppbyggð. Þegar Svíþjóð gekk í Evrópusambandið þá misstu stjórnvöld það einskorðaða vald sem þau höfðu í landbúnaðarmálum, það er valdið fluttist til yfirþjóðlegra stofnanna innan Evrópusambandsins. En sú staðreynd að Svíþjóð hefur fengið undanþágur frá sameiginlegri landbúnaðar stefnu Evrópusambandsins sýnir að frjálslynd milliríkjahyggja á einnig við. Markmið þessarar ritgerðar er því að skoða hvernig þessi breyting hefur haft áhrif á landbúnaðinn í Svíþjóð. Var hún góð eða slæm með tilliti til breytinga í framleiðslu, verði til framleiðenda, neytenda og almennrar hagræðingar innan greinarinnar. Landbúnaður Noregs var stuttlega skoðaður þar sem hann getur veitt ágætan samanburð, þar sem Noregur er ekki aðili að Evrópusambandinu. Landbúnaður í Noregi er mjög ríkisstyrktur eins og landbúnaður Svíþjóðar var fyrir inngöngu. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar er þær að framleiðsla og hagræðing innan greinarinnar hefur aukist. Einnig að tekjur til framleiðenda hafa aukist og verð til neytenda hefur einnig lækkað.

Samþykkt: 
  • 30.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð GPH-Lokaskjal PDF.pdf472.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna