is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6103

Titill: 
 • Árangurstengd launakerfi : kostir og gallar í íslenskum fyrirtækjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er leitast við að svara spurningunni um gildi árangurstengdra launa í íslenskum fyrirtækjum, kostum og göllum. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir, þar sem voru tekin viðtöl við fimm einstaklinga sem eru stjórnendur íslenskra fyrirtækja. Það er skemmst frá því að segja að allir viðmælendur voru fylgjandi árangurstengdum launum.
  Viðmælendur voru þó ekki á einu máli um það við hvaða aðstæður eða hvernig ætti að standa að árangurstengdum launum. Niðurstöður benda til þess að vanda þurfi til verka þegar fyrirtæki eru að innleiða árangurstengd launakerfi og að mælingar þurfi að vera skýrar, gagnsæjar og sanngjarnar. Það er einnig nauðsynlegt að sýna árangurstengdu launakerfunum þolinmæði og horfa til lengri tíma, sérstaklega þegar illa árar eða samkeppnisumhverfi er erfitt. Gott er að vera með árangurstengingu á launum hjá þeim sem
  geta haft mikil áhrif á þann árangur sem næst með hæfni og dugnaði, en þó komu upp efasemdir um að meiri sala yrði hjá fyrirtækjum sem hefðu sölumenn á árangurstengdum
  launum. Ekki er ráðlegt að vera með árangurstengingu á launum þar sem starfsmenn breyta engu um framleiðni eða í störfum sem krefjast varfærni og jafnvel skapandi hugsunar.
  Gallarnir við að árangurstengja laun geta verið fleiri en kostirnir, en ef vandað er til verka, þá ættu kostirnir að vera ótvíræðir og skipulagsheildum til hagsbóta.

Samþykkt: 
 • 30.8.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Ólafur F Óskarsson.pdf671.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna