is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6106

Titill: 
  • Áhrif menningar í alþjóðaviðskiptum : hverjir eru helstu áhrifaþættir ólíkra menninga í samningaviðræðum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skýrsluhöfundur hefur unnið í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi undanfarin 6 ár. Partur af daglegum störfum höfundar voru samskipti við fólk úr mismunandi menningarheimum.
    Samningar við erlenda samstarfsaðila var einnig drjúgur partur af starfi höfundar, með tilheyrandi ferðalögum til ólíkra og stundum framandi landa. Í ljósi þessarar reynslu höfundar var ritgerðarefnið valið.
    Við vinnslu ritgerðarinnar skoðaði höfundur ýmsar kenningar fræðimanna á alþjóðaviðskiptum annarsvegar og menningu hinsvegar. Eftir að hafa skoðað fræðilega hlutann leitaðist höfundur við að svara rannsóknarspurningunni: Hverjir eru helstu áhrifaþættir ólíkra menninga í samningaviðræðum?
    Auðvitað eru engin tvenn samningaferli eins en við alla samningagerð eru þó nokkrir fastir punktar sem höfundur skilgreindi. Farið var nokkuð ýtarlega í gegnum ferlið og
    reynt að varpa ljósi á það hvernig mismunandi menning hefur áhrif í samningaviðræðum.
    Niðurstaða höfundar er sú að ef fyrirtæki ætla sér árangur í alþjóðaviðskiptum er alger grunnforsenda að kynna sér vel menningu þess lands sem samið er við, annars skapast hætta á að dýrkeypt mistök verði gerð sem erfitt getur verið að leiðrétta.
    Menningarlæsi er þannig snar þáttur í hæfni fyrirtækja í alþjóðaviðskiptum.

Samþykkt: 
  • 31.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritger Haukur Gíslason.pdf483,85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna