is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6107

Titill: 
 • Vöruþróun Google : hvernig mætir Google þörfum neytenda sinna með vöruþróun á farsímasviði?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Frá því að farsíminn kom fyrst á yfirborðið eins og við þekkjum hann í dag hefur margt breyst og þróunin tekið nýja stefnu. Fjölmargir farsímaframleiðendur og fyrirtæki í upplýsingatækni hafa keppst um að koma með bestu lausnirnar á markað en undanfarið hefur eitt upplýsingatæknifyrirtæki vakið mikla athygli með aðferðum sínum og mikilli markaðshlutdeild
  miðað við að vera tiltölulega nýtt á þeim markaði.
  Google skaut sér upp á yfirborðið með leitarvél sinni um aldamótin 1999-2000 með aðferðarfræði sem var algjörlega ný af nálinni og gjörbylti netsamfélaginu. Í dag eru tæp sex ár
  síðan Google var skráð á hlutabréfamarkað og er árleg velta félagsins komin yfir 20 milljarða Bandaríkjadali. Farsímasvið félagsins er hins vegar nýtilkomið og er viðfangsefni þessarar
  rannsóknar þar sem höfundur leitast eftir því að svara rannsóknarspurningunni með því að rýna í mynstur verkferla í vöruþróun Google á farsímasviði; skoða viðhorf neytenda og aðgengi að lausnum fyrirtækisins. Til að svara þessum þáttum tók rannsakandi viðtal við ónafngreindan starfsmann Google; setti saman tvo rýnihópa, auk þess að styðjast við afleiddar heimildir úr fræðigreinum og af netsíðum.
  Þegar á heildina er litið virðist mynstrið sem einkennir vöruþróun farsímasviðs Google ná að svara kalli neytenda úr samfélaginu nokkuð vel. Með tilkomu Android og samkvæmt tölum sem
  höfundur hefur reifað í rannsókninni er Google á hraðri uppleið með vöruþróun sína. Þarfir neytenda á farsímamarkaðinum eru jafn ólíkar og notendur eru margir, en Google virðist koma á
  móts við langflesta með vöruþróun sinni, jafnvel þótt viðkomandi teljist ekki til markhóps fyrirtækisins. Google þyrfti, að mati höfundar, að auka aðgengi að vörum sínum, þá sérstaklega
  þeim vörum sem ætlaðar eru farsímum, en neytendum finnst aðgengi ónægt og oft lítið um upplýsingar að finna.
  Þegar upp er staðið virðist Google mæta þörfum neytenda með vöruþróun á farsímasviði með sóma þar sem gæði, skilvirkni og notagildi virðast vera höfð að leiðarljósi. Starfsmenn Google
  hafa fengið 20% vinnutíma síns nokkuð frjálsan, svo lengi sem það styrkir innviði fyrirtækisins, starfsmanninn sjálfan eða leiðir af sér nýja vöru. Höfundur telur þennan 20% tíma starfsmanna
  helstu ástæðu fyrir velgengni Google og finnst að þessi aðferðarfræði sé eitthvað sem mætti hiklaust taka upp hjá fleiri fyrirtækjum á öllum sviðum markaðarins.

Samþykkt: 
 • 31.8.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6107


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vöruþróun Google - BSc verkefni - Þór Elíasson HEILDARSKJAL.pdf2.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna