is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6109

Titill: 
  • Mannleg mistök í flugumferðarstjórnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þótt flug hafi dregist saman í kjölfar efnahagslægðarinnar á alþjóðlega vísu hafði flug áður verið að aukast jafnt og þétt. Spáð er að sú þróun muni halda áfram þegar hagkerfi heimsins jafna sig. Flugumferðarstjórar vinna krefjandi störf við umhverfi þar sem mikið er í húfi. Mistök geta haft skelfilegar afleiðingar og því er mikilvæt að læra af þeim.
    Í ritgerðinni voru mistök skoðuð í samhengi við störf og umhverfi til þess að öðlast dýpri skilning á þeim. Það var gert til þess að átta sig betur á hverjir möguleikar eru á að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.
    Niðurstöður eru þær að gagnkvmt traust og góð samskipti milli stjórnenda og flugumferðastjóra eru grunnur að því að fækka mistökum og auka öryggi. Byggja þarf upp umhverfi þar sem fók er ekki ásakað fyrir mistök heldur lausna leitað til að koma í veg fyrir að slík mistök geti yfir höfuð gerst, bæði þegar þau hafa skeð og helst áður en þau gerast.

Samþykkt: 
  • 31.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_ritgerd_MatthildurMagnusdottir.pdf590.78 kBLokaðurHeildartextiPDF