Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6115
Ritgerð þessi skiptist í tvo hluta, annars vegar heimildaritgerð og hins vegar eigindleg viðtöl við tvo kennara þar sem reynt er að fá svar við rannsóknarspurningunni. Fyrri hluti fjallar um fræðin að baki lesskilnings, lesskilningsvanda, snemmtæka íhlutun og um skýrslu sem gerð var um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Í síðari hluta tökum við fyrir viðtöl sem tekin voru við tvo kennara sem kenna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Í viðtölunum leituðumst við eftir því að fá svar við rannsóknarspurningu okkar: Hvers vegna þarf að bæta lesskilning barna og hvernig er hægt að bæta hann? Ályktun okkar er sú að lesskilningi hafi farið aftur undanfarin ár en með aukinni kennslu og fjölbreyttum kennsluaðferðum megi bæta hann. Undirstaða náms er góður lesskilningur, þar sem allt nám byggist á því að skilja það sem verið er að lesa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd vor 2010 Skemman.pdf | 288.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |