is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/612

Titill: 
 • Athyglisbrestur með ofvirkni
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ofvirkni og athyglisbrestur eru orð sem æ oftar hafa heyrst í almennri umræðu enda er
  fjölgun barna sem greind eru með aðra hvora þessa röskun eða báðar staðreynd.
  Attention Deficict Hyperacitve Disorder er yfirleitt nefnt ADHD en útleggst á
  íslensku sem athyglisbrestur með ofvirkni eða AMO. Orsakir ADHD hafa ekki verið
  staðfestar. Ýmsar tilgátur hafa þó verið settar fram og er almennt talið að röskunin
  tengist með einhverjum hætti taugafræðilegum vanmætti þess hluta heilans sem
  stjórnar hvötum og truflunum í boðkerfi heilans.
  Til þess að barn geti fengið greiningu verður röskunin að koma fram fyrir sjö
  ára aldur og valda barni miklum erfiðleikum á að minnsta kosti tveimur sviðum í lífi
  þess svo sem í skóla og heimili. Aðal einkenni ADHD eru hvatvísi, hreyfivirkni og
  athyglisbrestur. Þó fylgjast þessi einkenni ekki ætíð að og fer eftir hvaða einkenni
  haldast í hendur hvaða greining barn fær. Athyglisbrestur án ofvirkni eða ADD er ein
  þessara greininga. Þegar grunur leikur á að barn sé með ADHD er nauðsynlegt að það
  fái greiningu. Það gerir kennurum, foreldrum og barninu sjálfu auðveldara um vik.
  Kennarar vita þá hvaða vandamál þeir þurfa að takast á við og foreldrar og barnið vita
  hvers vegna barnið hegðar sér eins og það gerir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að árið
  2005 vorum um sex prósent grunnskólabarna á Íslandi með ADHD. Greining fer fram
  hjá sérfræðingum og geta barnalæknar og aðrir sérfræðingar ákveðið lyfjagjöf ef þess
  er talin þörf.. Þegar barn hefur fengið greiningu er hægt að leita úrræða.
  Meðferðarúrræði eru fjölbreytt, barn getur fengið fjölskyldumeðferð,
  einstaklingsmeðferð, lyfjagjöf, hópmeðferðir og svo framvegis. Lyfið rítalín er
  algengt hér á landi og miklar umræður eru í samfélaginu um hvort það sé ofnotað hér
  á landi. Barn sem er með ADHD getur verið einstaklega erfitt í skólastofu því þar
  myndast oft aðstæður þar sem barnið á hvað erfiðast með að hafa stjórn á hegðun
  sinni. Að leysa ákveðin verkefni, hafa þögn og sitja kyrrt reynist barni með ADHD
  mjög erfitt. Kennari þarf því að vera meðvitaður um röskun barnsins, þekkja hana út
  og inn og læra hvernig á að takast á við slíka hegðun. Til þess að geta tekist á við
  barnið þarf kennari að vera skipulagður og gera sér áætlanir um hvernig best er að
  kenna barninu. Hlutir eins og borðaskipulag og uppsetning á vegg geta skipt máli.
  Nauðsynlegt er að allt starfsfólk skóla, foreldrar, fagaðilar og barnið sjálft vinni
  saman til þess að útbúa hvetjandi lærdómsumhverfi fyrir barnið.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bed_ritgerd_tilbuin_aftur_aftur.pdf409.85 kBOpinnAthyglisbrestur með ofvirkni - heildPDFSkoða/Opna