en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6122

Title: 
 • Title is in Icelandic Friðhelgi einkalífs og æruvernd á internetinu
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Undanfarin ár hefur umhverfi fjölmiðla breyst hratt með tæknilegum framförum og tilkomu internetsins þar sem fjölmiðlun fer nú í auknum mæli fram á internetinu, samhliða ljósvaka- og prentmiðlum. En internetið er ekki einungis fjölmiðill, heldur að heilt samfélag manna, sem þekkir engin landamæri. Internetið gerir fólki hvar sem er í heiminum kleift að eiga samskipti sín á milli eins og þeir væru staddir á sama stað, ásamt því að bjóða upp á aðra óteljandi og ófyrirsjáanlega notkunarmöguleika sem breytast frá degi til dags og virðast ætla að verða óþrjótandi.
  Hægt er að fullyrða að löggjöfin á þessu sviði hafi að mestu leyti setið eftir þessari geysilega hröðu þróun. Það er jú sjaldnast svo, að hægt sé að sjá fyrirfram hvaða vandkvæði koma upp í tengslum við mannlega hegðan, þegar þróunin er eins hröð og minnst hefur verið á í tengslum við tækniþróun og internetið. Tilhneigingin virðist vera sú að löggjöfin láti á sér standa þar til ljóst er orðið hver raunverulegu vandkvæðin verða, það er að segja eftir að þau hafa skotið upp kollinum og dómstólar standa frammi fyrir því að takast á við álitaefnin án settra laga sem að þeim lúta.
  Eitt af því sem átt hefur undir högg að sækja með tilkomu internetsins er friðhelgi einkalífs. Internetinu mætti lýsa eins og áður sagði, sem einhvers konar villtu vestri og er ómögulegt að fylgjast með öllu því sem þar fer fram. Í dag er bróðurpartur Íslendinga nettengdur á einhvern hátt og hægt að færa rök fyrir því að líf okkar allra væri um margt ólíkt því sem það er í dag ef ekki væri fyrir internetið. En því fylgja að sjálfsögðu mannanna lestir, eins og flestu öðru sem kemur að mannlegu eðli og samskiptum milli þeirra. Í þeim frumskógi upplýsinga sem internetið er felast alls kyns brot á grundvallarrétti manna til friðhelgi einkalífs þeirra sem erfitt er að hafa eftirlit með og hefur reynst erfitt fyrir löggjafann að koma í veg fyrir.
  Meginrannsóknarefni þessarar ritgerðar er að kanna hvaða reglur gilda um notkun internetsins og velta upp hvernig grundvallarmannréttindi eru vernduð á því sviði frá degi til dags, og verður þá sjónum beint sérstaklega að friðhelgi einkalífs og takmörkunum á því.
  Í öðrum kafla er fjallað um friðhelgi einkalífs og takmarkanir á því, ásamt skörun þess við tjáningarfrelsið. Farið er lauslega yfir sögu friðhelgisákvæða og skoðaður lagalegur grunnur þeirra.
  Í þriðja kafli er tekið á internetinu, þar sem fjallað er um vandkvæðin sem fólgin eru í því að skilgreina það og leitast við að gera grein fyrir samspili þess við fjölmiðlalöggjöf hér á landi.
  Fjórði kafli fjallar um efnistök á internetinu, þá sérstaklega hvað varðar ærumeiðingar og tengd einkalífsbrot. Velt er upp milliliðum þeim sem því fylgja, ásamt öðrum atriðum.
  Í fimmta kafla er fjallað um lögsögu í dómsmálum er varða brot á internetinu. Annars vegar um þær reglur er gilda hérlendis um efnið ásamt því sem sérstaklega verður fjallað um Lúganósamninginn um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum.

Accepted: 
 • Sep 6, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6122


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð.pdf1.05 MBLockedHeildartextiPDF