is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6126

Titill: 
  • Alþjóðlegar eiginfjárreglur, gagnrýni og viðbrögð í kjölfar fjármálakreppunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar eru þessar eiginfjárreglur Baselnefndarinnar og sú endurskoðun þeirra sem átt hefur sér stað í kjölfar fjármálakreppurnar. Í ritgerðinni verður fjallað um tilgang þess að setja reglur um samsetningu og lágmarkshlutfall eigin fjár fjármálafyrirtækja. Gerð verður grein fyrir bakgrunni eiginfjárreglna Baselnefndarinnar, þróun þeirra og efni. Einnig verður fjallað um þá gagnrýni sem fram hefur komið á reglurnar og þeim tillögum að úrbótum sem settar hafa verið fram í kjölfar fjármálakreppunnar. Að lokum verður svo leitast við að svara því hvort fyrirhugaðar breytingar á reglunum séu fullnægjandi eða hvort leita verði annarra leiða. Auk þess að fjalla um eiginfjárreglur er í ritgerðinni vikið að helstu ástæðum fjármálakreppunnar. Enn fremur er þar að finna almenna umfjöllun um þá vinnu sem unnin hefur verið á alþjóðavettvangi við endurskoðun regluverks og eftirlits með fjármálastarfsemi.
    Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er leitast við að setja fram helstu ástæðurnar fyrir því að fjármálakreppan átti sér stað. Í öðrum kafla er að finna almenna umfjöllun um þá vinnu sem fer fram á alþjóðavettvangi við endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi. Þriðji kafli fjallar um tilganginn að baki reglum um samsetningu og lágmarkshlutfall eigin fjár fjármálafyrirtækja. Í fjórða kafla er fjallað um hinar svokölluðu Basel I reglur. Þar er skýrt frá forsögu Basel I reglnanna og grein gerð fyrir helstu efnisatriðum þeirra. Í kaflanum er einnig fjallað um helstu breytingar sem gerðar hafa verið á Basel I reglunum og útskýrð sú gagnrýni sem fram hefur komið á reglurnar. Fimmti kafli er svo helgaður Basel II reglunum svonefndu. Í kaflanum er skýrt frá helstu ástæðum þess að ráðist var í gerð reglnanna og því langa samninga- og samráðsferli sem átti eftir að setja mark sitt á þær. Einnig er þar gerð grein fyrir helstu efnisatriðum Basel II reglnanna. Í sjötta kafla er fjallað almennt um þá gagnrýni sem komið hefur fram á Basel II reglurnar í kjölfar fjármálakreppunnar og skýrt frá helstu viðbrögðum á alþjóðavettvangi. Í sjöunda kafla er fjallað um viðbrögð Baselnefndarinnar við þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á Basel II reglurnar í kjölfar fjármálakreppunnar og þeim annmörkum sem reyndust vera á reglunum. Er þar bæði fjallað um þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar og einnig þær víðtæku breytingar sem enn eru á umræðu- og endurskoðunarstigi. Að lokum er svo í áttunda kafla ritgerðarinnar leitast við að svara því hvort fyrirhugaðar breytingar á Basel II reglunum séu nægjanlegar til að bregðast við þeim annmörkum sem eru á Basel II reglunum eða hvort frekari úrbóta sé þörf.

Samþykkt: 
  • 6.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alþjóðlegar eiginfjárreglur. gagnrýni og viðbrögð.pdf780.13 kBLokaðurHeildartextiPDF