is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6128

Titill: 
 • Ekki tvisvar fyrir það sama
 • Titill er á ensku Right not to be tried or punished twice - ne bis in idem
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Það er grundvallarregla í rétti allra þjóða að eingöngu sé heimilt að refsa aðila einu sinni fyrir sömu háttsemina. Sú regla sem kemur í veg fyrir að stjórnvöld geti refsað aðila oftar en einu sinni heitir á latínu „ne bis in idem“, á íslensku nefnist hún „ekki tvisvar fyrir það sama“ og á ensku ber hún nafnið „double jeopardy“.
  Þessi regla virðist fyrst um sinn vera frekar einföld. Ef stjórnvöld, hið opinbera, refsa aðila einu sinni þá geta þau ekki refsað sama aðilanum aftur. Reglan er þó ekki svo einföld.
  Markmið þessarar ritgerðar er að sýna fram á hvernig þessi ákveðna regla, ne bis in idem, birtist í íslenskum rétti og þá aðallega íslenskum stjórnsýslurétti.
  Aðferðin sem höfundur mun beita verður í stuttu máli sú að byrjað verður á að fara yfir það hvernig reglan birtist í íslenskum rétti, hvort hún bæti einhverju við íslensku sakamálalögin og hver séu sjónarmiðin á bakvið regluna um ne bis in idem. Eftir það verður farið í gildissvið reglunnar og reynt að komast að því hvort hún nái yfir stjórnvaldsákvarðanir eins og stjórnsýsluviðurlög. Til þess að komast að því verður notast við dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla. Fjallað verður um hvað séu stjórnsýsluviðurlög og skoðað verður sérstaklega stjórnvaldssektir og álag í því samhengi.
  Sérkafli verður um kosti og galla stjórnsýsluviðurlaga, hvort það sé í raun einhver munur fyrir aðila að hljóta stjórnvaldsákvörðun eða dóm. Er réttaröryggi aðila tryggt þegar þeir hljóta stjórnvaldsákvörðun eða ekki?
  Eftir þetta verður farið í efnisskilyrði reglunnar um ne bis in idem. Hvað sé sýkna og sakfelling í skilningi ákvæðisins og hvort niðurfelling máls hjá stjórnvaldi geti talist vera sýkna samkvæmt ákvæðinu. Því næst verður farið í hvenær úrlausn telst endanleg í skilningi ákvæðisins. Eftir það verður farið í hvenær sé um nýja málsmeðferð að ræða, hvort endurupptaka sé leyfileg og hvort samhliða málsmeðferð sé leyfileg í skilningi ákvæðisins.
  Að lokum verður farið í hvenær sé um sama brot að ræða í skilningi ákvæðisins. Í þeim hluta verður farið yfir sögu túlkunar ákvæðisins á hlutanum „sama brot“ og eftir það farið sérstaklega í áhrif nýlegs dóms mannréttindadómstóls Evrópu í máli Zolotukhin gegn Rússlandi í þeirri merkingu og hvaða breytingar á túlkun ákvæðisins sá dómur hefur á regluna.
  Að þessu loknu verður verður sýnt fram á hvernig stjórnvöld, stjórnsýslan og dómstólar geta refsað einstaklingum og/eða lögaðilum án þess að brjóta gegn reglunni um ne bis in idem.

Samþykkt: 
 • 6.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ekki tvisvar fyrir það sama655.94 kBLokaðurHeildartextiPDF