is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6129

Titill: 
  • Tengsl menningar- og kynþáttabundinnar félagsmótunar við líðan, sjálfsálit, námsárangur og virkni í tómstundum hjá börnum innflytjenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið með rannsókninni var að athuga tengsl menningar- og kynþáttabundinnar félagsmótunar við líðan, sjálfsálit, námsárangur og virkni í tómstundum hjá börnum sem eru innflytjendur á Íslandi. Menningar- og kynþáttabundin félagsmótun eru skilaboð um þjóðerni, uppruna, menningu, kynþátt og fleira sem foreldrar miðla til barna sinna. Tengsl hafa fundist milli þessara skilaboða og ýmissa þátta sem tengjast velferð barnsins. Tilgátur rannsóknarinnar eru fimm. Tilgáta 1 er að börnum sem fá mikla menningar- og kynþáttabundna félagsmótun líður betur en þeim sem fá litla eða enga menningar- og kynþáttabundna félagsmótun. Tilgáta 2 er að börnum sem fá mikla menningar- og kynþáttabundna félagmótun finnst skemmtilegra í skólanum en þeim sem fá litla menningar- og kynþáttabundna félagsmótun. Tilgáta 3 er að jákvætt samband er á milli menningar- og kynþáttabundinnar félagsmótunar og sjálfsálits barna. Tilgáta 4 er að börn sem fá mikla menningar- og kynþáttabundna félagsmótun eru með hærri einkunn í stærðfræði en þau sem fá litla menningar- og kynþáttabundna félagsmótun. Tilgáta 5 er að börn sem fá mikla menningar- og kynþáttabundna félagsmótun eru virkari í tómstundum sínum en þau sem fá litla menningar- og kynþáttabundna félagsmótun. Tilgátu 3 var studd, sjálfsálit barna sem fengu mikla menningar- og kynþáttabundna félagsmótun var meira en þeirra sem fengu litla. Tilgátur 1, 2, 4 og 5 voru ekki studdar.

Styrktaraðili: 
  • Mannréttindaráð Reykjavíkur
Samþykkt: 
  • 6.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð í sálfræði.pdf619.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna