is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6131

Titill: 
 • Sakarefni sem undanþegin eru úrskurðarvaldi dómstóla
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Þannig er mönnum tryggður réttur til að bera ágreiningsefni sín undir óvilhalla dómstóla. Um grundvallarmannréttindi er að ræða, samanber einnig staðsetningu ákvæðisins í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar.
  Mannréttindadómstóll Evrópu hefur jafnframt talið að 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu feli í sér réttinn til að bera mál undir dómstóla, þrátt fyrir að hann verði ekki beinlínis leiddur af orðalagi hennar.
  Í 1. málsl. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir að dómstólar hafi vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til nema það sé skilið undan lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi venju eða eðli sínu. Í 2. málsl. sömu greinar segir: „Eigi sakarefni ekki undir dómstóla vísar dómari máli frá dómi.“ Þrátt fyrir stöðu ákvæðisins í almennum lögum er um að ræða grundvallarreglu um lögskipti einstaklinga innbyrðis og gagnvart ríkinu. Má ef til vill segja að 1. málsl. 1. mgr. 24. gr. eml. taki við þar sem 1. mgr. 70. gr. stjskr. sleppir. Ætlunin í ritgerð þessari er að skoða skilyrði greinarinnar og hvað í henni felst.
  Í I. þætti ritgerðar þessarar er fjallað um að lög og landsréttur þurfi að taka til sakarefnis til þess að mál eigi undir dómstóla. Í II. þætti er skoðað að hvaða marki lög og eðli máls geta undanskilið sakarefni meðferð dómstóla. Í III. þætti er loks fjallað um samninga sem undanþiggja ágreiningsefni lögsögu dómstóla. Hvað varðar þann þátt 1. málsl. 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála um að venja leiði til þess að ágreiningsefni séu undanskilin lögsögu dómstóla, er ekki að finna dómafordæmi sem leiða það í ljós. Af þeim sökum er ekki að finna neina umfjöllun um þann þátt greinarinnar í ritgerð þessari.

Samþykkt: 
 • 6.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LSlokagerð6.sept.pdf709.6 kBLokaðurHeildartextiPDF