is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6134

Titill: 
 • Lög um neytendalán nr. 121/1994
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni, sem ber heitið Lög um neytendalán nr. 121/1994, er leitast við að skýra ákvæði fyrrnefndra laga með það að markmiði að ákvarða umfang þeirrar réttarverndar sem lögin veita neytendum. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 fór í auknu mæli að reyna á túlkun laganna hjá eftirlitsstjórnvöldum, en þar var m.a. tekið til skoðunar umfang upplýsingaskyldu lánveitanda og gildissvið laganna. Af ákvörðunum eftirlitstjórnvalda má álykta að talsverð óvissa hafi og sé enn um inntak laganna, og því má búast við að ýmiss álitaefni komi til skoðunar í nákominni framtíð.
  Lög nr. 121/1994 um neytendalán voru lögfest hér á landi í tengslum við aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Tilskipun ráðsins nr. 87/102/EBE, um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán, hafði m.a. það markmið að koma á lágmarksvernd til handa neytendum á þessu sviði. Aðildarríkjum var því heimilt að taka upp í landsrétt strangari ákvæði til að vernda neytendur en fram komu í tilskipuninni. Lög um neytendalán, nr. 121/1994, hafa umtalsvert rýmra gildissvið en tilskipunin, en lagabreytingar í gegnum tíðina hafa leitt til þess að fella megi æ fleiri lánssamninga undir gildissvið laganna.
  Upp á síðkastið hefur átt sér stað töluverð þróun á sviði neytendalána, enda er margbreytileikinn í lánsviðskiptum orðinn allt annar en hann var þegar tilskipun nr. 87/102/EBE var sett. Nú er búið að samþykkja tilskipun nr. 2008/48/EBE sem er ætlað að leysa eldri tilskipanir af hólmi og byggir hún á sjónarmiðum um allsherjarsamræmingu. Með þeirri tilskipun er aðildarríkjum veitt minna svigrúm en áður til að víkja frá ákvæðum hennar, en fyrir vikið eiga neytendur að geta treyst því að þeir njóti sömu eða svipaðrar réttarverndar í öllum aðildarríkjunum. Umrædd tilskipun hefur að geyma mun ítarlegri ákvæði um upplýsingaskyldu lánveitanda, ásamt því að hún felur í sér nýmæli sem áður tíðkuðust ekki, eins og réttur neytanda til að falla frá samningi eftir undirritun hans og rétt til greiðslu fyrir gjalddaga með lágum kostnaði. Þegar þessi ritgerð er skrifuð er það vandasama verk eftir að innleiða efnisákvæði tilskipunarinnar í landsrétt. Í ljósi þeirra margslungnu álitaefna sem komið hafa til skoðunar í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008, má álykta að innleiðing tilskipunarinnar muni hafa í för með sér umtalsverða réttarbóta fyrir neytendur. Þar sem efni tilskipunarinnar er hins vegar nokkuð flókið og felur í sér ófá nýmæli sem þarf að innleiða, má færa rök fyrir því að heppilegast væri að lögfesta ný lög um þetta efni, í stað þess að breyta enn og aftur gildandi lögum.
  Hvernig sem staðið verður að innleiðingu tilskipunar nr. 2008/48/EBE, má fullyrða að áhugavert verður að fylgjast með þeirri þróun sem mun eiga sér stað hér á landi í kjölfarið, enda felur tilskipunin í sér að vissu leyti byltingakenndar nýjungar í lánsviðskiptum.

Samþykkt: 
 • 7.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur Bjarni Ragnarsson, Lög um neytendalán.pdf716.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna