is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6138

Titill: 
  • Mat á líðan sjúklinga 14 til 17 mánuðum eftir hjartaþræðingu. Tengsl líðan við persónuleika D
  • Titill er á ensku Assessment on health and emotional wellbeing among heart patients 14-17 months after coronary angioplasty and its relation to Type D personality
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að meta líðan sjúklinga 14-17 mánuðum eftir hjartaþræðingu og skoða tengsl líðanar við persónuleika D. Persónuleiki D lýsir fólki sem hefur tilhneigingu til að hafa mikið af neikvæðum tilfinningum en tjáir sig ekki um þær við aðra og er óöruggt í samskiptum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að áhrif persónuleikagerðar D meðal hjartasjúklinga séu auknar líkur á hjartaáfalli eða öðrum hjartakvillum, fleiri þunglyndis-og kvíðaeinkenni ásamt streitu og hefur jafnframt neikvæð áhrif á lífsgæði fólks og klíníska útkomu hjarta- og æðasjúkdóma t.d. hærri dánartíðni meðal sjúklinga með persónuleika D. Markmið þessa verkefnis var að athuga líðan 216 hjartasjúklinga 14-17 mánuðum eftir hjartaþræðingu þar sem skoðaðir voru sálrænir og heilsutengdir þættir. Mælingar við eftirfylgni (tími 2) voru bornar saman við grunnlínumælingar sem gerðar voru við hjartaþræðingu (tími 1). Búist var við að hjartasjúklingar með persónuleika D myndu líða verr við eftirfylgni en hjartasjúklingar án persónuleika D. Niðurstöður voru að persónuleiki D spáði fyrir um kvíða, þunglyndi og streitu og voru hjartasjúklingar með persónuleika D með fleiri einkenni kvíða , þunglyndis og meiri streitu heldur en sjúklingar án persónuleika D við eftirfylgni. Þessar niðurstöður benda til að þeim farnist verr og ná síður að vinna úr vanlíðan sinni samanborið við hjartasjúklinga án persónuleika D. Einnig var áætlað að sjúklingar með persónuleika D myndu síður bæta heilsutengda þætti eins og hreyfingu, mataræði og reykingar. Niðurstöður voru á þá leið enginn munur kom fram í hreyfingu og mataræði meðal þátttakenda nema á fiskneyslu. Hins vegar hættu hjartasjúklingar með persónuleika D síður að reykja við eftirfylgni og voru þeir í þrefaldri áhættu fyrir að reykja enn 14-17 mánuðum eftir greiningu sjúkdóms. Sjúklingar með persónuleika D greindu einnig frá lakari lífsgæðum en sjúklingar sem ekki hafa þessa persónuleikagerð. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hjartasjúklingum með persónuleika D farnist verr heldur en hjartasjúklingum án persónuleikagerðarinnar í kjölfar hjartaþræðingar sem getur haft margvísleg áhrif á batalíkur hjartasjúklinga.

Samþykkt: 
  • 7.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Candpsych ritgerd-Fridny Helgadottir.pdf835.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Fólki er frjálst að lesa ritgerðina en óheimilt er að afrita hana með neinum hætti nema með leyfi höfundar