is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/615

Titill: 
  • Grenndarnám í Selvogi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Aðalviðfangsefni hennar eru grenndarkennsla og á hvern hátt megi efla grenndar- og söguvitund grunnskólabarna. Hugtakið grenndarfræði vísar til þekkingaröflunar um nánasta umhverfi mannfólksins en orðið grennd merkir nágrenni eða umhverfi. Grenndarfræði stuðla að því að gera fólk meðvitaðra um sitt nánasta umhverfi og veitir fólki innsýn í hvernig hægt er að nýta sér nánasta umhverfi í kennslu grunnskólabarna.
    Grenndarfræðin leggur áherslu á mikilvægi þess að börn öðlist góðan skilning á hugtökunum grenndarvitund, söguvitund, sjálfsvitund og staðarmenningu. Ef vel tekst til við að efla skilning barnanna á hugtökunum aukast líkur á að þau kjósi að lifa og starfa í heimabyggð eftir að hafa sótt framhaldsmenntun út í hinn stóra heim og á þann hátt hjálpa þau heimabyggð sinni að vaxa og dafna.
    Við lögðum stutta könnun fyrir nemendur á mið- og unglingastigi, í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, sem ætlað var að kanna grenndar- og söguvitund þeirra um Selvog. Selvogurinn er í sama sveitarfélagi og heimabær nemenda og þess ber að geta að rætur margra þeirra liggja þangað. Niðurstöður könnunarinnar gáfu til kynna að nemendur voru ekki nægilega vel að sér um sögu og staðhætti í Selvogi.
    Til þess að efla grenndar- og söguvitund nemendanna útbjuggum við kennsluverkefni sem nefnist Selvogurinn. Það er byggt á söguaðferðinni og skáldsögunni Galdrastafir og græn augu þar sem að sögusvið bókarinnar er Selvogurinn í fortíð og nútíð. Kennsluverkefnið miðar að því að efla þekkingu nemenda á grenndarumhverfi sínu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grenndarnám í Selvogi.pdf1.11 MBTakmarkaðurGrenndarnám í Selvogi - heildPDF
Efnisyfirlit.pdf20.19 kBOpinnGrenndarnám í Selvogi - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf40.2 kBOpinnGrenndarnám í Selvogi - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf15.42 kBOpinnGrenndarnám í Selvogi - útdrátturPDFSkoða/Opna