is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6150

Titill: 
  • Utanríkisstefna Bandaríkjanna í forsetatíð Ronald Reagan og Bill Clinton
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er utanríkisstefna Bandaríkjanna í valdatíð Ronald Reagan og Bill Clinton skoðuð og athugað er hvort gjörðir þeirra séu í samræmi við þann kenningaramma sem rannsakandi telur orðræðu þeirra vera í. Tilgátan var að orðræða Ronald Reagan væri í anda raunhyggjuhugmynda en orðræða Bill Clinton væri í anda frjálslyndrar stofnanahyggju.
    Til að meta orðræðu forsetanna beggja var notuð hin árlega ræða Bandaríkjaforseta um stöðu ríkisins (State of the Union) og notuð innihaldsgreining sem taldi orðin. Dregin voru fram tíu lykilorð til að meta orðræðu þeirra og hún borin saman við gjörðir þeirra. Upplýsingar um þær voru fengnar úr dagblöðum, vefsíðum og tímaritum.
    Niðurstaðan var sú að hvorki orðræðan né gjörðir Ronald Reagan og Bill Clinton voru innan þess kenningaramma sem rannsakandi gaf þeim. Orðræða Ronald Reagan var mun meira í anda frjálslyndrar stofnanahyggju en talið var í upphafi og orðræða Bill Clinton var mun meira í anda raunhyggjunnar en talið var. Einnig voru gjörðir Ronald Reagan mun meira í anda frjálslyndrar stofnanahyggju og gjörðir Bill Clinton voru meira í anda raunhyggjunnar en haldið var fram í upphafi.

Samþykkt: 
  • 8.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman.pdf566.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna