is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6154

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Forskellige oversættelser af ”Den grimme ælling”
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þrjár mismunandi þýðingar á ævintýri H. C. Andersen ”Ljóti andarunginn”. Til grundvallar eru fræðikenningar um þýðingar. Þýðendurnir eru: a) Steingrímur Thorsteinsson; notuð er þýðing ævintýrisins sem gefin var út af Barnablaðinu Æskunni árið 1979. b) Atli Magnússon; notuð er þýðing hans sem Skjaldborg gaf út árið 1998. c) Sigrún Árnadóttir; notuð er þýðing hennar sem gefin var út af Vöku-Helgafelli árið 1999. Tilgangurinn er að kanna hvaða aðferðir hafa verið notaðar af þýðendum sem þýða frá dönsku yfir á íslensku. Spurt er hvort greina megi þýðandann i gegnum þýðinguna með því að skoða stíl hennar og einkenni. Athugað hvernig þýðing einstakra orða er, leitað að mismunandi sjónarhorni, orðfæri og setningaskipan. Til skoðunar eru teknar nokkrar setningar frá upphaflega danska textanum sem gefinn var út 1844 og þær bornar saman við þýðingar þessara þriggja þýðenda. Fjallað er um hverja setningu og einstök atriði könnuð nánar. Í lokin eru dregnar ályktanir af samanburðinum og þeim spurningum svarað sem í upphafi var spurt.

Samþykkt: 
  • 9.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6154


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð - prentun sept 10.pdf653.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna