is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6160

Titill: 
  • „... ég get það örugglega alveg ...“ Staða ungra kvenna með þroskahömlun í samfélaginu og sýn þeirra á það að vera fullorðin
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um þá sýn sem ungar stúlkur og konur með þroskahömlun hafa á það að vera fullorðnar og hvernig samfélagið styður við eða hamlar þeim að taka þátt í fullorðinshlutverkinu. Ritgerðin byggist á eigindlegri rannsókn sem gerð var á árunum 2008 og 2009. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvaða skilning ungt fólk með þroskahömlun, og þá sérstaklega unglingsstúlkur og ungar konur, leggja í það að vera fullorðin og hvernig sá skilningur samræmist hefðbundnum samfélagslegum hugmyndum. Markmið rannsóknarinnar er einnig að skoða hvernig samfélagið styður eða hindrar konurnar í því að taka fullan þátt í fullorðinshlutverkinu. Við gagnaöflun var stuðst við þátttökuathuganir, einstak–lings- og hópviðtöl. Lykilþátttakendur voru fimm ungar konur með þroskahömlun á aldrinum 17–25 ára en alls komu 57 einstaklingar við sögu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að staða ungs fólks með þroskahömlun í samfélaginu er mjög ólík stöðu ófatlaðra jafnaldra þess. Þau eru í sérúrræðum tengdu skóla, tómstundum, íþróttastarfi, sérbrautum í framhaldsskóla, búsetu og atvinnutækifærum. Þrátt fyrir þessa aðgreiningu í samfélaginu sýna niðurstöður að ungu konurnar hafa nánast sömu sýn á fullorðinshlutverkið og almennt er viðurkennt í samfélaginu. Þær lýsa þó fyrirvara um eigið sjálfstæði og hvort þær munu flytja að heiman og eignast börn.

Samþykkt: 
  • 9.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ég get það örugglega alveg.pdf763.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna