is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6168

Titill: 
  • „Þetta er náttúrulega áhugafólk um tónlist“: Eigindleg rannsókn á tónlistardeildum almenningsbókasafna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna rekstur tónlistardeilda almenningsbókasafna í sem víðustu samhengi. Rannsóknargagna var aflað með eigindlegum rannsóknar¬aðferðum og tekin voru viðtöl við átta starfsmenn almenningsbókasafna og þrjá notendur safnanna. Varpað er ljósi á sögu tónlistardeilda almenningsbókasafna hér á landi og hún sett í samhengi við sögu fyrstu deildanna erlendis. Fjallað er um það umhverfi sem almenningsbókasöfn starfa við. Gerð er grein fyrir lögum um almenningsbókasöfn og yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um almenningsbókasöfn og hvaða atriði þar styðja við rekstur deildanna. Í ljós kom að sögu tónlistardeilda almenningsbókasafna hérlendis svipar að ýmsu leyti til þess sem gerðist annars staðar. Íslensku almenningsbókasöfnin virðast þó hafa verið talsvert langt á eftir bandarískum söfnum til þess að fara að safna tónlist og eitthvað á eftir því sem gerðist í Evrópu. Almenningsbókasöfn hér á landi styðjast yfirleitt ekki við skriflega stefnu um uppbyggingu safnkosts og þar er tónlistin ekki undanskilin. Greint er frá því hvaða aðferðum söfnin beita við kaup á tónlist og þær settar í samhengi við lögmál Ranganatans um bókasöfn. Að síðustu eru greindir mismunandi hópar notenda eftir því hvernig þeir nota söfnin. Í ljós kom að notkun tónlistar á söfnunum er mjög sambærileg við það sem erlendar rannsóknir hafa sýnt um notkun á bókum.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS_BB_lokaritgerð.pdf627.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna