en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6175

Title: 
  • is Stuðningur og hvatning foreldra til framhaldsskólagöngu barna sinna: Skiptir búseta máli?
Submitted: 
  • September 2010
Abstract: 
  • is

    Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort munur væri á stuðningi foreldra við nám barna sinna í grunnskóla og hvatningu til framhaldsskólagöngu þeirra eftir búsetu, það er í Reykjavík og á Vestfjörðum. Rannsóknin var unnin að mestu 2009-2010. Spurningalisti var sendur rafrænt til 276 foreldra barna í 8.-10. bekk grunnskóla og svöruðu 167 eða 60%. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ekki er munur á því hvort foreldrar styðja börn sín í námi og til frekara náms eftir búsetu. Munur kemur fram á því hvort foreldrar telja að kostnaður geti haft áhrif á val framhaldsskóla og hvort þeir telja sig missa tengsl við barnið sitt ef það fer í framhaldsskóla, eftir búsetu. Foreldrar á Vestfjörðum telja frekar en foreldrar í Reykjavík að kostnaður hafi áhrif á val á framhaldsskóla og að tengsl minnki við fjölskyldu ef barn þeirra fer í framhaldsnám. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði um að foreldrar styðja börn sín í námi og hvetja þau til frekara náms. Vonast er til að niðurstöðurnar nýtist sem innlegg í umræður um mikilvægi framhaldsskóla í heimabyggð og að foreldrar haldi áfram að styðja börn sín í námi og til frekara náms.

Accepted: 
  • Sep 10, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6175


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Liney.pdf770.07 kBOpenHeildartextiPDFView/Open