is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6180

Titill: 
  • Konur og karlar í nefndum: „Við eigum að velja hæfasta fólkið“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru kynntar niðurstöður rannsóknar um viðhorf sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í nokkrum nefndum, til kynjaskiptingar í nefndum sveitarfélaga. Þær nefndir sem eru til skoðunar eru félagsmálanefnd og skipulagsnefnd. Karlar eru í miklum meirihluta í skipulagsnefndum sveitarfélaga, á meðan konur eru í miklum meirihluta í félagsmálanefndum. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við rannsóknina og aflað gagna með viðtölum við fimm einstaklinga og einn hóp. Markmið með rannsókninni var að fá sýn þeirra sem starfa að sveitarstjórnarmálum, á ástæðum fyrir skiptingu kvenna og karla í ákveðnar nefndir og viðhorf þeirra til þessarar skiptingar. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá fram sýn þeirra sem starfa í sveitarstjórnum og í nefndum á vegum sveitarfélaga. Til þess að fá betri yfirsýn yfir ástæður þess að hlutverk kynjanna í nefndum eru eins fastmótuð og raun ber vitni, þrátt fyrir jafnréttislög.
    Meginniðurstöður benda til þess að almennar hugmyndir um kynin séu ein af helstu ástæðum þess að kynin skipta sér í mismunandi nefndir. Ennþá eru til staðar ákveðnar tvíhyggjuhugmyndir um kynin, að þau séu andstæður. Það sem er talið kvenlegt er andstætt við það sem er talið karlmannlegt. Eðlilegra þykir að konur séu inni á einkasviðinu og karlar á því opinbera. Orðræða um hæfni var áberandi meðal þátttakenda í rannsókninni og átti það sérstaklega við um hæfni í skipulagsnefnd, en skipulagsnefnd var talin erfiðasta nefndin. Eins var mikið talað um mismunandi áhugasvið kynjanna. Þó kom fram sú skoðun hjá nokkrum þátttakendum að með aukinni þekkingu á ákveðnu málefni, kæmi áhugi. Rannsóknin bendir þó til að hefðbundin kynjahlutverk séu lítið að breytast, og verulegt átak þurfi að gera í samfélaginu til þess að ýta við þeim.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd_asta_johannsdottir.pdf685.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna