is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6190

Titill: 
  • Fólksflutningar Pólverja í ljósi ESB og efnahagslegra umskipta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Leszek Balcerowicz, hagfræðingur, var fjármálaráðherra í Póllandi á þeim tíma sem kommúnisminn féll árið 1989. Hann lagði fram áætlun, ásamt fleiri sérðfræðingum, sem ætlað var að umbreyta pólska hagkerfinu eftir hrun kommúnismans í landinu yfir í kapitalískt kerfi að vestrænni fyrirmynd. Þetta var forsenda þess að Pólland gæti fengið inngöngu í Evrópusambandið, ESB. Fólksflutningar Pólverja vöru töluverðir eftir fall kommúnismanns, þar sem margir nýttu sér það tækifæri sem þá gafst. Flutningarnir jukust hins vegar enn meir eftir inngönguna í ESB. Mynstrið í þessum flutningum var annað fyrir og eftir inngönguna. Þeir Pólverjar sem leita til útlanda í atvinnuskyni voru alla jafna yngri eftir ESB en áður og jafnframt betur menntaðir en áður. Eftir því sem fólksflutningarir jukust óttuðust stjórnvöld í Póllandi að hætta gæti verið á fjöldaflótta frá landinu. Sá ótti virðist þó hafa verið ástæðulaus, því verulega fór að draga úr flutningi Pólverja til útlanda frá og með árinu 2008. Óvissa er þó eðlilega um hver þróunin verður til lengri tíma litið og hvaða þátt hin alþjóðlega fjármálakreppa spilar. Aðildin að ESB var einmitt að stórum hluta hugsuð til að stuðla að meira jafnvægi í þessum málum. Með því að styðjast við helstu kenningar um fólksflutninga er hægt að útskýra eðli þeirra fólksflutninga sem hafa átt sér stað í Póllandi á síðastliðnum árum.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba ritgerð 2.pdf595.92 kBLokaðurHeildartextiPDF