is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6194

Titill: 
  • Snuðrarinn. Þýðing úr ensku á skáldsögunni The Prowler eftir Kristjönu Gunnars og umfjöllun um tengsl menningar við þýðingar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni í þýðingafræði við Háskóla Íslands samanstendur af íslenskri þýðingu á skáldverkinu The Prowler eftir íslensk-kanadíska rithöfundinn Kristjönu Gunnars og ritgerð þar sem gerð var fræðileg úttekt á kenningum sem byggja á tengslum menningar og þýðinga. Í ritgerðinni er jafnframt dregin upp mynd af þýðingaferlinu, hvernig heppilegast þótti að útfæra verkið með tilliti til þess að það er á mótum tveggja tveggja menningarheima, það er skrifað í Kanada en fjallar um íslenska menningu og veruleika. Á undanförnum áratugum hafa hugmyndir um áhrif menningar á tungumál og texta sett svip sinn á kenningar innan þýðingafræðinnar. Frumtexti verður til í ákveðnum menningarheimi þar sem höfundur skrifar um sína reynslu á eigin tungumáli. En þegar textinn er þýddur yfir á tungumál sem tilheyrir öðrum menningarheimi má vissulega búast við að hann taki einhverjum breytingum. Ákvörðun um þýðingastefnu liggur í höndum þýðandans. Hann getur annars vegar fært textann nær lesandanum með því að staðfæra eða aðlaga hann að markmenningunni eða hins vegar með því að færa lesandann nær textanum með því að varðveita framandleg einkenni hans. Aðrir þættir hafa áhrif á þýðingarferlið en þar má nefna umhverfi og bakgrunnur þýðandans ásamt þeim aðilum sem stuðla að útgáfu þýðinga. Við þýðingu Snuðrarans var farið bil beggja, áhersla var lögð á að viðhalda ritstíl Kristjönu og gera sem minnstar breytingar á innihaldi textans en aðlaga þó þar sem þess gerðist þörf til að mæta nýjum lesendum.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Soley_ritgerð.pdf588.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna