is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6202

Titill: 
  • Spilling í enskri knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Varla er hægt að lesa dagblöðin á Englandi án þess að minnst sé á einhverskonar hneykslismál tengdum knattspyrnu. Svo virðist vera sem þessi hneykslismál eigi sögu sem er jafn gömul knattspyrnunni sjálfri. Þau hneykslismál sem vakið hafa áhuga minn eru hins vegar þau sem tengjast fjármunabrotum á einn eða annan hátt. Fjármagn innan knattspyrnunar hefur aukist gríðarlega síðastliðin tuttugu ár og virðist sem að spillingunni hafi einnig vaxið fiskur um hrygg. Reikurinn er mikill en eldurinn hefur ekki enn verið fundinn, kannski hagnast enginn af því að eldurinn sé fundinn. Svo virðist sem margar ákærur og ásakanir hafa litið dagsins ljós, en sakfellingar eru örfáar.
    Viðfangsefni rannsóknarinnar er skuggahlið knattspyrnunar og vafasamar aðferðir einstaklinga innan hennar til þess að tryggja eigin hagnað. Einkum er horft til Englands. Við rannsóknina var notast við ýmsar skýrslur og blaðagreinar, en þyngst vógu þó viðtöl sem tekin voru við ýmsa einstaklinga innan knattspyrnuheimsins. Þessir einstaklingar, sérfræðingar innan iðnaðarins, gátu veitt innsýn inn í hvað gerist á bakvið tjöldin á leikmannamarkaðinum og innsýsn inn í rekstur knattspyrnuliða sem fyrirtækja.
    Það er niðurstaða ritgerðarinnar að spilling innan knattspyrnunar blómstrar, þó svo að sumir vilji ekki viðurkenna það. Eins er ljóst að stórt grátt svæði hefur myndast, sem umboðsmenn og margir framkvæmdarstjórar vinna í þegar kemur að leikmannamarkaðinum. Félagslið eru buguð af launakostnaði leikmanna og sum hver borga hátt í 90% af heildartekjum sínum í laun. Eftir að Bosman dómurinn féll hefur vald umboðsmanna aukist mikið. Það nýta umboðsmenn sér til fullnustu.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Kari Arnason.pdf779.22 kBLokaðurHeildartextiPDF