is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/621

Titill: 
 • Hve sárt er að syrgja : hvað getur starfsfólk grunnskóla gert þegar skilnaður eða dauðsfall verður í lífi nemenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitað svara við því hvernig æskilegast er fyrir skólann og
  kennarann að bregðast við þegar dauðsföll og skilnaðir koma upp í lífi nemenda. Tvær
  rannsóknarspurningar eru hafðar að leiðarljósi en þær eru; Hvernig bregðast börn við
  sorg? og Hvernig getur grunnskólinn brugðist við þegar dauðsfall eða skilnaður
  verður í lífi nemenda?
  Þegar svara við þessum spurningum var leitað þótti æskilegast að byrja á að
  fjalla um sorg og þau viðbrögð sem börn sýna þegar þau syrgja. En þar kemur fram að
  börn á öllum aldri syrgja ekki síður en fullorðnir þegar skilnaðir og dauðsföll koma
  upp. Því næst er rætt um fjölskyldur og þær breytingar sem hafa orðið á þeim á
  síðastliðnum áratugum. Þar kom fram að fjölskyldugerðir eru að breytast og að
  skilnuðum hefur fjölgað. Þar kom einnig fram að algengustu áföll sem fjölskyldur
  verða fyrir eru dauðsföll og skilnaðir. Í kjölfarið á þeirri niðurstöðu er fjallað um
  dauðsföll og skilnaði foreldra og niðurstöður eru svo teknar saman í lokin þar sem
  fjallað er um hvað skólinn og kennarar geta gert þegar nemandi þeirra lendir í þessum
  aðstæðum. En niðurstöðurnar sýna að það sem er allra nauðsynlegast fyrir skóla að
  gera er að reyna að koma sér upp markvissri fræðslu um áföll, og að reynt sé að tengja
  þá umræðu ákveðnum atburðum sem koma upp í skólastarfinu.
  Ýmsar bóklegar og munnlegar heimildir eru notaðar til að hafa umfjöllunina
  sem ítarlegasta og byggða á sterkum grunni. Í upplýsingaöflun fyrir ritgerðina var
  einnig leitað til nokkurra skóla í Reykjanesbæ með það í huga að athuga hvort
  skólarnir hefðu sérstaka áætlun til að vinna eftir þegar áföll koma upp. Í þeirri könnun
  kom í ljós að allir skólar eru með eða eru að vinna að áfallaáætlun.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf249.31 kBOpinnHve sárt er að syrgja - heildPDFSkoða/Opna