en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6211

Title: 
  • is Hörð og mjúk málefni: kvenleiki og karlmennska í stjórnmálum
Submitted: 
  • September 2010
Abstract: 
  • is

    Konur og karlar mæta oft ólíku viðhorfi í samfélaginu og hugmyndir almennings um það hvað einkennir kynin eru nokkuð fastmótaðar. Hefðbundnar staðalímyndir sýna konur sem umhyggjusamar og þolinmóðar verur og karla sem hrausta, skynsama og harða af sér. Í þessari ritgerð er fjallað um birtingu þessara staðalímynda í stjórnmálum. Tilgátan er sú að fólk tengi kvenlega eiginleika við ákveðna málaflokka í stjórnmálum og karlmannlega við aðra. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk telur konur hæfari til að sjá um félagsmál, velferðarmál, menntunar- og heilbrigðismál. Að sama skapi telur það karla hæfari í utanríkismálum, fjármálum og viðskipta- og efnahagsmálum. Spurt er hvort líklegra sé að sjá konur í forystu ráðuneyta sem talið getast mjúk, og karla í forystu þeirra sem teljast hörð. Fjögur ráðuneyti voru valin til þess að svara spurningunni, tvö hörð og tvö mjúk, og upplýsingar um hver gegndi ráðherraembættinu sl. 20 ár voru fengnar frá Danmörku, Íslandi og Noregi. Niðurstöðurnar voru þær að karlar voru mun oftar ráðherrar í hörðu ráðuneytunum en konur og konur voru þó nokkuð líklegri en karlar til þess að gegna ráðherradómi í mjúku ráðuneytunum.

Accepted: 
  • Sep 11, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6211


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
hordogmjukmalefni-bergthorabenediktsdottir.pdf565.48 kBOpenHeildartextiPDFView/Open