is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6215

Titill: 
 • Mat á aðgerðum lögreglu í „búsáhaldabyltingunni“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið með þessu verkefni, sem unnið var á vormánuðum og fram á haust 2010, er að gera mat á aðgerðum vegna mótmæla sem tengd hafa verið við svokallaða "búsáhaldabyltingu" og áttu sér stað frá október 2008 til seinni hluta janúarmánaðar 2009. Matið byggist aðallega á munnlegum heimildum og skriflegum óbirtum heimildum lögreglu höfuðborgarsvæðisins, auk fræðilegra heimilda um skipulag við mannfjöldastjórnun lögreglu.
  Niðurstöður verkefnamatsins benda til að aðgerðir lögreglu hafi verið framkvæmdar á faglegan og öruggan hátt í ljósi aðstæðna. Ljóst var að um nær fordæmalaust ástand var að ræða í mótmælaaðgerðunum þar sem reyndi á allt tiltækt lið lögreglu til að glíma við ástandið sem skapaðist. Fram að tíma mótmælanna var lögregla nær reynslulaus af því að glíma við fjöldamótmæli af þessu umfangi. Því þurfti að byggja á reynslu einstakra aðgerða við undirbúning þeirra næstu, þ.e. að læra af reynslunni sem tókst vel.
  Fleiri lögreglumenn hefði þurft í mannfjöldastjórnunarflokka til að starfa við þessar aðstæður í ljósi þess álags sem skapaðist í ástandinu, auk ákveðins viðbótarbúnaðar við óeirðalöggæslu til að tryggja sem best öryggi lögreglumanna. Mikið reyndi á hið fámenna lið lögreglumanna sérstaklega í lok aðgerða þegar álag var komið að þolmörkum. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki annað séð en að aðgerðir lögreglu hafi tekist með miklum ágætum. Þegar litið er á hin erfiðu verkefni opinberra stofnana í kjölfar bankahrunsins er það ekki síst árangur lögreglunnar sem ber hátt.
  Það skipulag sem fylgt var í meginatriðum frá upphafi, þ.e. að vinna verkefni lögreglu með lágstemmdum og yfirveguðum hætti, var líkt og rauður þráður í gegnum aðgerðir lögreglu á tímabilinu. Leitast var við eftir fremsta megni að lögregla skapaði ekki verra ástand á vettvangi aðgerða en það sem hún var komin til að leysa úr.

Samþykkt: 
 • 11.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA-ritgerð. Mat á aðgerðum lögreglu. Hulda María Mik.Tölgyes.pdf647.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Aðgangur opinn til aflestrar en óheimilt að prenta eða afrita ritgerðina.