en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6218

Title: 
  • is Stjórnskipun Íslands til forna
Submitted: 
  • September 2010
Abstract: 
  • is

    Í ritgerðinni er fjallað um stjórnskipun Íslands til forna og þróun hennar frá landnámi til stofnunar fimmtardóms sem varð æðsta stig dómsvaldsins í landinu. Stuðst er við skriflegar heimildir og rannsóknir fræðimanna um sögu Íslands til forna. Ritgerðin skiptist í þrjá hluta þar sem hver hluti fjallar um ákveðinn þátt stjórnskipunarinnar. Fyrsti hlutinn er um ritheimildir þessa tíma. Heimildir frá tímum landnáms eru margar og gefa þær glögga mynd af þessu tímabili. Annar hlutinn fjallar um upphaf stjórnskipunar og þær stjórnsýslulegu breytingar er urðu í þessu nýja landi. Í landi þar sem ekkert var og engin fyrirmynd um hvernig ætti að stjórna. Í síðasta kaflanum er fjallað um hvernig stjórnkerfið í landinu var myndað. Fólkið sem til Íslands flutti þurfti breytingar og vildi skapa sér nýtt líf. Ritgerðin reynir að skýra hvernig hið nýja stjórnkerfi varð til og hvernig það virkaði. Fjallað er um goðorðin og áhrif goðanna í hinu nýja stjórnkerfi. Talið er að völd goða hafi verið meiri á Íslandi en í öðrum norrænum löndum. Einnig er fjallað um stofnun Alþingis og ástæðu þess að það er stofnað. Hlutverki Alþingis er líka gerð skil í ritgerðinni. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að skoða skiptingu landsins í fjórðunga og dóma. Stjórnsýslukerfi Íslands til forna var að mestu tvíþætt og hafði að nokkru leyti sín séreinkenni. Það var að mörgu leyti í líkingu við norskar stofnanir. Íslenskt samfélag snerist um völd og valddreifingu á fyrstu árum þess. Norður-Evrópa á miðöldum var byggð á hefðbundnum germönskum grunni. Þetta kemur skýrt fram á Íslandi þar sem stjórnkerfið myndaðist á afar sérstæðan hátt. Í heild má segja að miklar breytingar hafi orðið á frá upphafi landnáms til stofnunar Alþingis.

Accepted: 
  • Sep 13, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6218


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA til að prenta.pdf841.56 kBOpenHeildartextiPDFView/Open