is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6220

Titill: 
  • Handan við leikaraskapinn. Um látalæti og veruleika í leikhúsinu í ljósi Der Theatermacher eftir Thomas Bernhard
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Handan við leikaraskapinn er ritgerð sem fjallar um sjálfsmynd leikhúsmannsins og þá ímynd sem hann hefur skapað sér í samfélaginu. Með orðinu leikhúsmaður er átt við alla skapandi og túlkandi listamenn leikhússins eins og leikskáldið, leikstjórann og leikarann. Meginkjarni rannsóknar minnar er leikritið Der Theatermacher eftir austurríska rithöfundinn Thomas Bernhard frá 1984 sem útleggja mætti sem Leikaraskap leikarans. Í verkinu bregður hann upp kaldhæðinni mynd af stórleikaranum sem var burðarásinn í ríkisreknum stofnanaleikhúsum Evrópu á nýliðinni öld. Ímynd stórleikarans er nátengd hugmyndinni um stóra listamanninn sem oftast var karlkyns og því er ekki fjallað um leikkonuna á sama hátt.
    Til að setja leikrit Bernhards í samhengi við íslenskan leikhúsveruleika hef ég skoðað ævisögur nokkurra íslenskra stórleikara frá síðustu öld. Ég hef reynt að skoða hvort hægt sé að heimfæra ímynd stórleikara Bernhards í Der Theatermacher upp á ímynd íslenskra leikara bæði í aðdraganda þess að atvinnuleikhús varð til á Íslandi og eftir að Þjóðleikhúsið opnaði 1950.
    Helsta rannsóknarefni mitt er spurningin um þann veruleika sem er handan við leikaraskap leikarans og Bernhard gerir að aðalyrkisefni sínu. Svaranna hef ég leitað í fræðum sem kennd eru við málheimspeki, feminisma og sálgreiningu. Þá hef ég einnig leitað á náðir leiklistarsögunnar, einkum um framsetningu veruleikans á leiksviði í aldanna rás og eins til leikskálda sem hafa gert leikhúsveruleikann að yrkisefni sínu.

Samþykkt: 
  • 13.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ HA_ 130910.pdf351.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna