is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6227

Titill: 
  • Staða kvenna á vinnumarkaði og í stjórnum fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins 2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Litið verður á alþjóðlegar tölur til samanburðar og einnig kenningar um glerþakið og glerbrúnina. Gerð er grein fyrir atvinnuþátttöku, atvinnuleysi, kynskiptum vinnumarkaði og stjórnarsetu kynjanna. Meginmarkmiðið er að bera saman stöðu kvenna í þessum málaflokkum fyrir og eftir efnahagshrunið 2008.
    Þegar kemur að atvinnuþátttöku og atvinnuleysi hefur staða karla versnað meira en staða kvenna. Þó er talið að atvinnuleysi meðal kvenna muni aukast meira en karla þegar fram líða stundir. Lárétt kynjaskipting starfa er mikil hér á landi og endurspeglast vel í mismunandi atvinnugreinum sem kynin starfa innan. Lárétt kynjastkipting er einnig mikil og birtist í því misræmi sem er á milli þess hversu margar konur sitja í stjórnum innan ákveðinna atvinnugreina og hversu margar konur starfa innan hennar. Hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja hækkaði aðeins eftir hrun en einnig voru skoðaðar tölur í ýmsum atvinnugreinum og mesta breytingin á hlutfalli kvenstjórnarmanna er í fjármála- og tryggingaþjónustu.
    Ríkisvæðing bankanna virðist hafa þar áhrif, í kjölfar hennar eru konur ráðnar inn í meira mæli í stjórnir bankanna. Kenningar um glerbrúnina segja til um að konur séu frekar ráðnar inn í stjórnarstöður þegar fyrirtækjum gengur illa. Þær stöður eru oft mjög áhættusamar og miklar líkur á að þeim mistakist, þetta getur haft alvarlegar afleiðingar á framamöguleika þeirra sem lenda á glerbrúninni. Mögulega hefur það verið gert í tilfelli bankanna, en nokkru síðar voru skipaðar nýjar stjórnir í bönkunum þar sem hallaði verulega á konur. Lagasetning kynjakvóta með sértækum viðurlögum getur hjálpað til við jafna stöðu kynjanna í stjórnum fyrirtækja en einnig verið öryggisnet til þess að tryggja að konur missi ekki þær stöður í hendur karla sem þær höfðu áður öðlast.

Samþykkt: 
  • 14.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - skemman 2.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna