is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/623

Titill: 
  • Bekkjarstjórnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar var að skoða hvað felst í bekkjarstjórnun.
    Bekkjarstjórnun er ferli sem kennarar þurfa að ganga í gegnum til að leiða nemendur
    sína best til náms. Skoðaðar voru ritaðar heimildir bæði á Netinu og í bókum. Einnig
    gerðum við athugun í einum grunnskóla á nokkrum atriðum er snúa að
    bekkjarstjórnun. Við höfum komist að því að kennarar standa ekki einir í þessu ferli,
    að baki þeim er skólasamfélagið og hver skóli semur heildarstefnu þar sem fram
    kemur hvernig hann ætlar að ná góðri stjórnun og hvað hann ætlar að gera ef það tekst
    ekki. Það mikilvægasta sem kennari getur gert er að undirbúa og skipuleggja sig vel.
    Þá er hann undirbúinn fyrir kennslustundina og hið óvænta sem oft fylgir kennslunni.
    Með því að velja kennsluaðferðir við hæfi námsefnisins og nemendanna getur hann
    virkjað marga ef ekki alla nemendur sína. Til þess að virkja nemendur þarf virkt nám,
    þ.e. að nemendur fái til dæmis að kljást við verkefni sem hæfa getu þeirra. En það er
    bara hægt ef kennarinn hefur ásamt nemendunum sett reglur fyrir bekkinn sem allir
    fara eftir, þar með talið kennarinn. Einnig þarf kennarinn að vara sig á því hvernig
    hann kemur fram við nemendur og hvernig fas hans og líkamsstaða er því allt þetta
    gegnir veigamiklu hlutverki í samskiptum kennara og nemenda. Samskiptin þurfa að
    einkennast af virðingu og jákvæðni en það stuðlar að góðum og jákvæðum
    bekkjaranda.
    Þó svo foreldrar beri frumábyrgð á börnum sínum er það umsjónarkennarinn sem
    ber ábyrgð á nemendum sínum á skólatíma. Ef þessir tveir aðilar taka höndum saman
    og samræma boð og bönn ætti að vera léttara fyrir nemendur að vita til hvers er ætlast
    af þeim í skólanum og þar af leiðandi getur bekkjarstjórnunin orðið betri.
    Agavandamál og slæm hegðun í kennslustofu geta leitt til þess að kennara finnist
    kennarastarfið erfitt og jafnvel leiðinlegt. Til þess að ná sem bestum árangri í starfi
    þurfa kennarar að hafa góða bekkjarstjórnun. Með góðri bekkjarstjórnun býður
    kennarastarfið upp á skemmtilega, áhugavekjandi og fjölbreytta atvinnu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fylgiskjal 1.pdf68.74 kBTakmarkaðurBekkjarstjórnun - fylgiskjal1PDF
Fylgiskjal 2.pdf1.81 MBTakmarkaðurBekkjarstjórnun - fylgiskjal2PDF
Fylgiskjal 3.pdf44.05 kBTakmarkaðurBekkjarstjórnun - fylgiskjal3PDF
Fylgiskjal 4.pdf46.81 kBTakmarkaðurBekkjarstjórnun - fylgiskjal4PDF
Bekkjarstjórnun- Lokaritgerð.pdf2.6 MBTakmarkaðurBekkjarstjórnun - heildPDF
Efnisyfirlit.pdf88.8 kBOpinnBekkjarstjórnun - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf102.3 kBOpinnBekkjarstjórnun - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf66.94 kBOpinnBekkjarstjórnun - útdrátturPDFSkoða/Opna