en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6233

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif efnahagshrunsins á viðfangsefni mannauðsstjóra og líðan þeirra í starfi
Submitted: 
 • October 2010
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari rannsókn er athyglinni beint að því hvort efnahagshrunið á Íslandi hafi áhrif á mannauðsstjóra og viðfangsefni þeirra. Rannsakað er hvort breytingar hafa orðið á viðfangsefnum mannauðsstjóra og hvaða áhrif þær breytingar hafi á líðan mannauðsstjóra í starfi. Um eigindlega rannsókn er að ræða. Viðtöl voru tekin við átta mannauðsstjóra hjá fyrirtækjum og stofnunum og leitast við að tala við mannauðsstjóra hjá ólíkum skipulagsheildum, bæði stórum og smáum, til að fá fram viðhorf frá þverskurði íslensks atvinnulífs.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að töluverð breyting hafi orðið á viðfangsefnum mannauðsstjóra í kjölfar efnahagshrunsins og að afleiðingar efnahagshrunsins á vinnuumhverfi þeirra hafi haft neikvæð áhrif á líðan þeirra og starfsánægju.
  Helstu breytingar á viðfangsefnum mannauðsstjóra felast í því að áhersla er lögð á uppsagnir og afleiðingar samdráttaraðgerða. Viðfangsefni sem tengjast ráðningarferlinu og fræðslu- og starfsþróunarmálum hafa dregist verulega saman. Flestir viðmælenda hafa tekið að sér önnur störf innan skipulagsheildanna ásamt því að sinna áfram starfi mannauðsstjóra. Mannauðsstjórar telja breytingastjórnun vera orðin mikilvægt viðfangsefni í starfi og þörf fyrir ráðgjöf, áfallastjórnun og sálgæslu hefur aukist bæði til annarra stjórnenda og starfsmanna.
  Í rannsókninni kemur fram að mannauðsstjórar upplifðu streitu og kvíða í tengslum við starf sitt í kjölfar efnahagshruns. Viðmælendur töluðu flestir um að í kjölfar efnahagshruns hafi þeir þurft að sinna bæði hlutverki boðbera slæmra tíðinda og vera um leið ráðgjafi og sálgæsluaðili bæði stjórnenda og annarra starfsmanna. Það er upplifun þátttakenda í rannsókninni að í kjölfar efnahagshrunsins hafi það hlutverk að styðja bæði eigendur eða stjórnendur annars vegar og starfsmenn hins vegar valdið þeim erfiðleikum og vanlíðan í starfi og haft neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra.

Accepted: 
 • Sep 14, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6233


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ÚtdrátturLoka.pdf51.98 kBOpenÚtdrátturPDFView/Open
HeimildaskráLoka.pdf164.87 kBOpenHeimildaskráPDFView/Open
Lokaritgerð heild.pdf711.4 kBOpenHeildartextiPDFView/Open