Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6237
Ritgerðin fjallar um mótun sjálfskilnings ungs hreyfihamlaðs fólks og þá þýðingu sem sýnileg skerðingin hefur fyrir sjálfsmynd þeirra og samfélagslega þátttöku. Hún beinir athyglinni að nýjum skilningi á merkingu fötlunar, þar sem gengið er út frá áhrifum ásýndarinnar á líf fatlaðs fólks. Niðurstöðurnar byggjast á eigindlegri rannsókn sem var unnin á árunum 2008–2010. Hún beindist að reynslu 11 þátttakenda á aldrinum 18–40 ára og frásögnum fjölda annarra ungmenna á samskiptasíðum og bloggfærslum. Þær gefa til kynna að útlitslegur þáttur skerðingarinnar gegni veigamiklu hlutverki í upplifun ungs hreyfihamlaðs fólks á fötlun. Merking fötlunar í lífi þeirra fer að gæta þegar félagslegt vægi líkamans eykst við unglingsaldurinn. Þá finna ungmennin að þau fylgja ekki þeim breytingum sem verða í lífi annarra unglinga. Ástæðurnar eru tvíþættar; annars vegar aukin íhlutun fagfólks vegna læknisfræðilegrar greiningar á skertri færni, og hins vegar viðhorf og viðbrögð almennings til ásýndar skerta líkamans. Þetta veldur tilfinnalegri sálarkreppu á unglingsárunum, sem annaðhvort brýst út uppreisn gegn afskiptum annarra eða lognast út af í sjálfsefjun um að vera öðrum háð. Í uppreisn hreyfihamlaðra ungmenna gegn fötlunarstimplinum má greina djúpstæðari merkingu á fötlun en þá sem er þekkt innan fötlunarfræðinnar. Þar kemur í ljós að útlitsleg áhrif skerðingarinnar á líkamsímynd og kynverund eru ráðandi þegar kemur að sjálfskilningi þeirra og sjálfsmynd.
This MA thesis examines the development of self-understanding in young people with physical disabilities and the significance of visible impairment for identity and social participation. It focuses on a new understanding of the meaning of disability, grounded on the factor of physical appearance and its influence on disabled people’s lives. The findings are based on a qualitative study that was conducted during 2008–2010. It focused on the experience of eleven key participants aged 18–40 years and on the reports of numerous other youths from social networking websites and blog posts. Findings indicate that the impaired body and its appearance play an important role in the experiences of young people with physical disabilities. The meaning of disability becomes marked when the social importance of the body increases during adolescence. At this time, the young people sense that they are not sharing in the life course trajectories of their non-disabled peers. The reasons are twofold: first, the increasing involvement of professionals who base their interference on medical diagnosis and focus on impaired function and, secondly, the attitudes and public responses to the appearance of the impaired body. This causes a psycho-emotional depression during the adolescence, which is expressed in forms of rebellion against the interference of others or creates a compliant self-suggestion of dependency on others. In the youth who revolt against the disability stigma, a deeper meaning of disability can be detected—a meaning that is not currently articulated within disability theory. As I argue, the effects that the disabled look has on body image and sexuality plays a decisive role when it comes to self-understanding and identity.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MAritgerðinÞK.pdf | 750.61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |