is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6238

Titill: 
  • "Mér var stolið." Af kynverund kvenna eftir kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingar og áhrifavaldar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknar minnar var að grafast fyrir um langvarandi afleiðingar kynferðisofbeldis á kynverund kvenna út frá sjónarhóli brotaþola. Stuðst var við aðferðafræði Dorothy Smith um etnógrafíu félagslegra tengsla. Tekin voru viðtöl við átján konur sem beittar voru kynferðislegu ofbeldi og sjónum beint að því hvernig stýrandi valdatengsl samfélagsins móta upplifun og reynslu þeirra. Niðurstöður leiddu í ljós að konunum öllum reyndist erfiðast að vinna úr skömm, sektarkennd og sjálfsásökunum. Viðhorf samfélagsins gagnvart kynferðisofbeldi eru helsti áhrifavaldur á upplifun brotaþolans þar sem fókus samfélagsins beinist fyrst og fremst að því hvernig brotaþolinn bregst við þegar brotið er á honum. Mýtur um ótrúverðugleika brotaþola ýta undir þögn hans og minnka líkurnar á að hann leiti réttar síns.
    Kynferðisbrotakafli almennra hegningarlaga og sú áhersla sem þar er á verknaðarlýsingu samræmist sjaldan upplifun og reynslu kvenna. Kynfrelsi og kynverundarréttur kvenna eru ekki virt í lögum þar sem lögin miðast við að meta kynferðisleg markmið ofbeldismannsins en ekki upplifun og reynslu konunnar á innrásinni í líkama hennar. Ef brotið er ekki í samræmi við verknaðarlýsingar laganna, fellur kæran yfirleitt niður. Ljóst er að réttarfarsleg staða kynjanna á Íslandi á langt í land með að verða jöfn.

Samþykkt: 
  • 15.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð Anna Bentína Hermansen Breytt PDF.pdf905 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna