Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6250
Í þessari ritgerð er fjallað um fólksflutninga úr sveit í borg á fyrri hluta 20. aldar. Mikið umrót átti sér stað í íslensku samfélagi en gamla sveitasamfélagið var að líða undir lok og borgarsamfélag að taka á sig mynd. Sérstaklega er sjónum beint að þessum samfélagsbreytingum eins og þær birtast í tveimur íslenskum samtímaskáldsögum. Skáldsögu Indriða G Þorsteinssonar 79 af stöðinni annars vegar og skáldsögunni Draumur um Ljósaland eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttir hins vegar. Sögurnar tvær eiga það sameiginlegt að fjalla báðar um unga menn sem flutt hafa úr sveit í borg en eiga erfitt með að aðlagast borgarsamfélaginu. 79 af stöðinni gerist alfarið í hinu nýja borgarsamfélagi. Skemmtanalíf borgarinnar og vera hers á Keflavíkurvelli kemur einnig mikið við sögu. Sveitamaðurinn Ragnar er aðalpersónan í 79 af stöðinni, hann hefur yfirgefið sveitina sína og starfar sem leigubílstjóri í Reykjavík. Draumur um Ljósaland fjallar bæði um sveitasamfélagið og borgarsamfélagið og þá sérstaklega stöðu ungs fólks í báðum samfélögunum. Aðalpersónan í Draumur um Ljósaland er Leifur. Hann fluttist til Reykjavíkur sem barn en þó hefur sveitin átt hug hans alla tíð. Auk þess er staða kvenna mikið til umræðu ásamt þjóðfélagsdeilum og heimsmálunum í Draumi um Ljósaland. Þótt bækurnar taki fyrir svipuð viðfangsefni eru efnistök og niðurstöður gjörólíkar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerðUrsveitiborg.pdf | 485.41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |