Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6258
Í þessari ritgerð er fjallað um breytingar á reikningsskilaaðferðum og reikningshaldslegu mati. Fjallað er sérstaklega um staðalinn IAS 8 sem gefinn var út til að auka sambærileika í ársreikningum og auðvelda félögum að gera breytingar á reikningsskilaaðferðum og reikningshaldslegu mati.
Lauslega er sagt frá upptöku alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna í allra fyrsta sinn, en vegna gífurlegrar fjölgunar félaga út um allan heim sem styðjast við IFRS staðlana, var talið nauðsynlegt að gefa út sérstakan staðal, IFRS 1 – Innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla, til að auðvelda félögum upptöku á alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum.
Komið er inn á helstu matsreglur fyrir fastafjármuni og veltufjármuni, annars vegar samkvæmt alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum og hins vegar samkvæmt ársreikningalögunum. Einnig er fjallað um helstu skekkjur og áhrif þeirra og hvernig staðið skuli að leiðréttingu þessara skekkna. Síðast en ekki síst er nefndur helsti munur á milli alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna og U.S. GAAP þegar kemur að breytingu á reikningsskilaaðferðum, reikningshaldslegu mati og leiðréttingu á skekkjum. Helsti munurinn er sá að bandarísku staðlarnir eru mun ítarlegri, til dæmis þegar á að breyta um reikningsskilaaðferð. Annar munur er að IFRS krefst huglægs mat stjórnenda um hvort aðferðin sem verður fyrir valinu sé viðeigandi og áreiðanleg en U.S. GAAP krefst þess ekki.
Ritgerðin er 6 eininga BS verkefni í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi höfundar við skrifin var Bjarni Frímann Karlsson, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritger - Harpa Guðlaugsdóttir.pdf | 235.68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |