Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6259
Þessi greinagerð sem hér fer á eftir fjallar um menningarviðburðinn Lykkjur: prjónalist í Norræna húsinu sem fram fór 17. júní – 4. júlí 2010. Viðburðurinn samanstóð af myndlistarsýningu, þar sem samtíma listaverk gerð úr prjóni voru sýnd, og námskeiðsdagskrá, sem stóð yfir í þrjá daga. Hér á eftir verður fjallað um verkefnastjórn og gerð viðburðarins. Gerð verður tilraun til að svara eftirfarandi spurningu: Er prjón menningararfur og hvernig miðlar maður þeim arfi? Markmiðið með sýningarhluta Lykkja var að setja upp fágaða samtímalistasýningu þar sem ímynd prjóns væri bæði afbyggð og framandgerð. Allt val á verkum miðaði að því að afbyggja fyrirfram gefnar hugmyndir almennings um prjón sem menningararf, að taka prjón úr menningarsögulegu samhengi og setja það í listsögulegt samhengi. Helstu aðferðirnar við mótun og gerð viðburðarins voru vinnudagbók, styrkumsóknir, fjárhagsáætlun, úrval prjónabóka og blogga með bækurnar KnitKnit og Stitch n’ Bitch í fararbroddi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MAritgerð Ilmur Dogg.pdf | 1.95 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |