is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6264

Titill: 
 • Lengi býr að fyrstu gerð. Staðan á samskiptahæfni ungs fólks á 21. öldinni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessari er ætlað að kanna hversu hæfir unglingar og ungt starfsfólk er í mannlegum samskiptum. Rannsóknin er í raun tvíþætt, í fyrsta lagi megindleg rannsókn þar sem skoðað er viðhorf foreldra og kennara til samskiptahæfni unglinga árið 2010. Í öðru lagi er eigindleg rannsókn þar sem viðhorf vinnuveitenda til gæða samskiptahæfni ungra starfsmanna þeirra er skoðað. Tekin eru viðtöl við fimm aðila sem eru í stjórn og koma að starfsmannamálum fyrirfram valdra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu sem hafa í vinnu hjá sér ungt fólk. Með þessum viðtölum er reynt að varpa ljósi á viðhorf og skoðanir þeirra sem hafa ungt starfsfólk í vinnu og hvernig það er að standa sig þegar kemur að samskiptahæfni.
  Helstu niðurstöður eru á þá leið að foreldrar eru nokkuð jákvæðir þegar kemur að því að meta hversu hæfir unglingarnir þeirra eru í mannlegum samskiptum. Flest allir foreldrar telja sína eigin unglinga hæfa í mannlegum samskiptum en aftur á móti eru þeir ekki eins jákvæðir þegar viðhorf þeirra til þess hvort þeim finnst hæfni í mannlegum samskiptum í flesta staði til fyrirmyndar hjá ungu fólki.
  Niðurstöður úr rannsókninni sem send var kennara leiðir í ljós að kennarar eru mun síður sammála um ágæti samskiptahæfni unglinga í dag en foreldrar. Má í því samhengi nefna að 70% kennara sem tóku þátt í rannsókninni telja að unglingar axli ekki ábyrgð á eigin gjörðum og einungis 40% þeirra telja að unglingar séu hæfir í mannlegum samskiptum.
  Vinnuveitendur eru almennt sammála um að samskiptahæfni ungs starfsfólks sé með ágætum þó svo að það eru ýmsir eiginleikar sem snerta samskipti ungs fólks í dag sem mættu vera betri. Eru það helst þættir eins og ábyrgð, traust, kurteisi og samviskusemi sem mætti vera betri.
  Niðurstaða úr öllum þremur rannsóknunum virðist benda til þess að í dag séu breyttir tímar og með örri tæknivæðingu, litlum tíma sem fjölskyldur eyða saman og stöðugu lífsgæðakapphlaupi eru börn og unglingar ársins 2010 að missa af því sem gerir þau að samskipta- og félagshæfum einstaklingum.
  Lykilorð: Samskiptahæfni, unglingar, foreldrar, kennarar, vinnuveitendur.

Samþykkt: 
 • 20.9.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master_Brá_Guðmundsdóttir.pdf667.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna