is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6265

Titill: 
  • Álag, streita og kulnun hjá starfsmönnum þjónustuvers hjá opinberri stofnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða áhrif niðurskurður og ráðningabann hefur á starfsmenn. Upplifa starfsmenn aukið álag og streitu? Hefur starfsfólk upplifað einkenni kulnunar? Hefur stuðningur í vinnu áhrif á upplifun á álagi og streitu? Rannsóknin byggir á tíu viðtölum sem tekin voru við starfsmenn hjá opinberri stofnun sem hefur farið í gegnum niðurskurð. Tekin voru fimm viðtöl við starfsmenn símavers og fimm viðtöl við starfsmenn þjónustuvers stofnunarinnar. Níu konur og einn karlmann. Niðurstöður styðja fyrri rannsóknir og kenningar. Starfsmenn upplifa aukið álag og streitu í vinnunni sem má rekja til niðurskurðar hjá stofnuninni sem leiddi af sér bann við mannaráðningum. Álagið hefur aukist vegna veikinda hjá starfsfólki sem tengja má við það álag sem starfsmennirnir upplifa í vinnunni. Málin sem koma inn á þeirra borð eru þyngri vegna ástandsins í þjóðfélaginu sem leiðir til andlegs álags meðal starfsmanna. Þau upplifa oft örmögnun og þreytu. Má því segja að starfsmenn upplifi einkenni kulnunar, þó einkennin séu væg. Líkamleg einkenni streitu eins og höfuðverkur var einkennandi streituþáttur, sérstaklega við mikið álag. Niðurstöður gefa þó til kynna að stuðningur í vinnuumhverfinu hefur áhrif á hvernig starfsmenn upplifa álag og streitu í vinnu. Að geta leitað til samstarfsmanna sem og yfirmanna skiptir miklu máli. Stuðningur yfirmanna skiptir þó mestu máli. Ef starfmenn hafa góðan yfirmann þar sem gagnkvæmt traust ríkir og hægt er að leita til, dregur það úr áhrifum álags og streitu í vinnunni.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Jóhanna.pdf528.51 kBLokaðurHeildartextiPDF